Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 22:10 Kennarinn starfaði við Dalvíkurskóla. Dalvíkurskóli Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en Kennarasambands Íslands greinir frá. Í tilkynningu KÍ segir að aðdraganda málsins megi rekja til þess að kennari hafi verið með íþróttatíma utan húss. Þangað hafi komið nemandi sem ekki átti erindi í tímann. Nemandinn hafi ítrekað neitað að yfirgefa svæðið og þá hafi kennarinn sest niður á hækjur sér, tekið um úlnið stúlkunnar og beðið hana um að færa sig. Stúlkan hafi þá svarað með orðunum: „ekki fokking snerta mig“ og slegið kennarann. Kennarinn svaraði í sömu mynt og gaf nemandanum kinnhest. Hann kvaðst hafa upplifað ógn af nemandanum og gerði ráð fyrir fleiri höggum enda hafi hún talið nemandann vera í „ham.“ Atferli kennarans var kært til lögreglu og var kennarinn sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stóð. Málið var síðar fellt niður. Kennarinn hlaut mikinn stuðning samkennara sinna og 20 kennarar og starfsfólk við Dalvíkurskóla skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þau bentu á erfiðleika í skólastarfi og skeytingarleysi stjórnenda skólans. Bæjaryfirvöld töldu atferlið gróft Kennaranum var veittur andmælaréttur en bæjaryfirvöld töldu brot kennarans gróft. Henni var fyrirvaralaust sagt upp skömmu síðar. Héraðsdómur taldi, samkvæmt yfirlýsingu KÍ, að ekki væri hægt að líta einangrað á kinnhestinn. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Bæjaryfirvöld hafi því rekið kennarann með ólögmætum hætti. „Þá fer dómurinn í inngangi yfir að ófremdarástand hafi verið í rekstri og stjórnun Dalvíkurskóla enda komi fram í málinu að kennarar upplifðu valda- og öryggisleysi í störfum sínum og að skólayfirvöld og skólastjóri skapi ekki öruggt umhverfi og skilji þá eftir varnarlausa fyrir hvers kyns ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Kennaranum voru því dæmdar sex milljónir vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en Kennarasambands Íslands greinir frá. Í tilkynningu KÍ segir að aðdraganda málsins megi rekja til þess að kennari hafi verið með íþróttatíma utan húss. Þangað hafi komið nemandi sem ekki átti erindi í tímann. Nemandinn hafi ítrekað neitað að yfirgefa svæðið og þá hafi kennarinn sest niður á hækjur sér, tekið um úlnið stúlkunnar og beðið hana um að færa sig. Stúlkan hafi þá svarað með orðunum: „ekki fokking snerta mig“ og slegið kennarann. Kennarinn svaraði í sömu mynt og gaf nemandanum kinnhest. Hann kvaðst hafa upplifað ógn af nemandanum og gerði ráð fyrir fleiri höggum enda hafi hún talið nemandann vera í „ham.“ Atferli kennarans var kært til lögreglu og var kennarinn sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stóð. Málið var síðar fellt niður. Kennarinn hlaut mikinn stuðning samkennara sinna og 20 kennarar og starfsfólk við Dalvíkurskóla skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þau bentu á erfiðleika í skólastarfi og skeytingarleysi stjórnenda skólans. Bæjaryfirvöld töldu atferlið gróft Kennaranum var veittur andmælaréttur en bæjaryfirvöld töldu brot kennarans gróft. Henni var fyrirvaralaust sagt upp skömmu síðar. Héraðsdómur taldi, samkvæmt yfirlýsingu KÍ, að ekki væri hægt að líta einangrað á kinnhestinn. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Bæjaryfirvöld hafi því rekið kennarann með ólögmætum hætti. „Þá fer dómurinn í inngangi yfir að ófremdarástand hafi verið í rekstri og stjórnun Dalvíkurskóla enda komi fram í málinu að kennarar upplifðu valda- og öryggisleysi í störfum sínum og að skólayfirvöld og skólastjóri skapi ekki öruggt umhverfi og skilji þá eftir varnarlausa fyrir hvers kyns ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Kennaranum voru því dæmdar sex milljónir vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira