Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. febrúar 2022 16:45 Staðan á spítalanum hefur verið þung til lengri tíma. Vísir/Einar Árnason Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. „Staðan á spítalanum er bara þung og erfið með tilliti til mönnunar. Það eru svo margir veikir, yfir 350 starfsmenn eru veikir vegna Covid og það kemur niður á mönnuninni,“ segir Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala, í samtali við fréttastofu. Hann tekur þannig undir áhyggjur farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar en það horfir til algerra vandræða um helgina á mörgum deildum. Stjórnendur Landspítala gripu til þess ráðs í dag að framlengja álagsgreiðslur til starfsmanna, sem runnu út fyrr í vikunni. „Þær voru frá 15. janúar til 15. febrúar og við ætluðum að breyta þeim, en síðan er bara staðan þannig að við erum bara að framlengja um einhvern tíma til að reyna að hjálpa okkur við þessa mönnun sem er erfið núna,“ segir Gunnar. Ekki liggur fyrir hversu lengi greiðslurnar verða framlengdar en verið er að meta stöðuna eftir því hvernig faraldurinn og veikindi þróast. „Við erum núna búin að framlengja þetta í einhvern tíma og síðan þurfum við bara að meta þetta aftur,“ segir Gunnar. Hátt í tíu prósent frá vinnu Aðspurður um hvort spítalinn sé að grípa til annarra sérstakra aðgerða í ljósi stöðunnar segir Gunnar það takmarkað hvað þau geta gert. „Þetta er bara fólkið sem við höfum, við höfum ekki fleiri til að leita til og það eru allar stofnanir og bara allir í svipuðu ástandi,“ segir Gunnar. Hann segir spítalann hafa rætt það síðastliðinn janúar að umbuna starfsfólki fyrir þeirra vinnu til að reyna að manna og fá fólk inn á aukavaktir, þar sem Covid sjúklingar þurfa meiri umönnun. „Það eru bara miklu fleiri starfsmenn veikir en við gerðum ráð fyrir þegar við vorum að hugsa þetta þá,“ segir hann. Hann vísar til þess að hátt í tíu prósent starfsmanna séu nú með Covid en í heildina eru 342 starfsmenn í einangrun. Þegar mest á lét voru rúmlega 360 starfsmenn í einangrun en Gunnar segir ómögulegt að segja hvort toppnum hafi verið náð. „Við erum að vona að við förum ekki mikið hærra,“ segir Gunnar en vísar til þess að fjöldi þeirra sem eru að greinast í samfélaginu sé í hæstu hæðum. „Ég hugsa að næstu tvær vikur verði mjög erfiðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Man ekki eftir öðrum eins forföllum Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 17. febrúar 2022 12:25 Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið. 17. febrúar 2022 10:55 Innlögðum á Landspítala fækkar milli daga Alls eru nú 44 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en um er að ræða fækkun á milli daga. Áfram eru þrír á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél. Um 450 fleiri börn eru nú í eftirliti hjá Covid göngudeildinni heldur en í gær. 17. febrúar 2022 10:20 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
„Staðan á spítalanum er bara þung og erfið með tilliti til mönnunar. Það eru svo margir veikir, yfir 350 starfsmenn eru veikir vegna Covid og það kemur niður á mönnuninni,“ segir Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala, í samtali við fréttastofu. Hann tekur þannig undir áhyggjur farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar en það horfir til algerra vandræða um helgina á mörgum deildum. Stjórnendur Landspítala gripu til þess ráðs í dag að framlengja álagsgreiðslur til starfsmanna, sem runnu út fyrr í vikunni. „Þær voru frá 15. janúar til 15. febrúar og við ætluðum að breyta þeim, en síðan er bara staðan þannig að við erum bara að framlengja um einhvern tíma til að reyna að hjálpa okkur við þessa mönnun sem er erfið núna,“ segir Gunnar. Ekki liggur fyrir hversu lengi greiðslurnar verða framlengdar en verið er að meta stöðuna eftir því hvernig faraldurinn og veikindi þróast. „Við erum núna búin að framlengja þetta í einhvern tíma og síðan þurfum við bara að meta þetta aftur,“ segir Gunnar. Hátt í tíu prósent frá vinnu Aðspurður um hvort spítalinn sé að grípa til annarra sérstakra aðgerða í ljósi stöðunnar segir Gunnar það takmarkað hvað þau geta gert. „Þetta er bara fólkið sem við höfum, við höfum ekki fleiri til að leita til og það eru allar stofnanir og bara allir í svipuðu ástandi,“ segir Gunnar. Hann segir spítalann hafa rætt það síðastliðinn janúar að umbuna starfsfólki fyrir þeirra vinnu til að reyna að manna og fá fólk inn á aukavaktir, þar sem Covid sjúklingar þurfa meiri umönnun. „Það eru bara miklu fleiri starfsmenn veikir en við gerðum ráð fyrir þegar við vorum að hugsa þetta þá,“ segir hann. Hann vísar til þess að hátt í tíu prósent starfsmanna séu nú með Covid en í heildina eru 342 starfsmenn í einangrun. Þegar mest á lét voru rúmlega 360 starfsmenn í einangrun en Gunnar segir ómögulegt að segja hvort toppnum hafi verið náð. „Við erum að vona að við förum ekki mikið hærra,“ segir Gunnar en vísar til þess að fjöldi þeirra sem eru að greinast í samfélaginu sé í hæstu hæðum. „Ég hugsa að næstu tvær vikur verði mjög erfiðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Man ekki eftir öðrum eins forföllum Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 17. febrúar 2022 12:25 Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið. 17. febrúar 2022 10:55 Innlögðum á Landspítala fækkar milli daga Alls eru nú 44 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en um er að ræða fækkun á milli daga. Áfram eru þrír á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél. Um 450 fleiri börn eru nú í eftirliti hjá Covid göngudeildinni heldur en í gær. 17. febrúar 2022 10:20 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Man ekki eftir öðrum eins forföllum Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 17. febrúar 2022 12:25
Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið. 17. febrúar 2022 10:55
Innlögðum á Landspítala fækkar milli daga Alls eru nú 44 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en um er að ræða fækkun á milli daga. Áfram eru þrír á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél. Um 450 fleiri börn eru nú í eftirliti hjá Covid göngudeildinni heldur en í gær. 17. febrúar 2022 10:20