Innlent

Staðan þung á spítalanum og horfir til algerra vandræða um helgina

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Alls eru 342 starfsmenn Landspítala í einangrun og eru Covid sjúklingar á ellefu deildum spítalans. 
Alls eru 342 starfsmenn Landspítala í einangrun og eru Covid sjúklingar á ellefu deildum spítalans.  Vísir/Vilhelm

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala hafa nú þungar áhyggjur af stöðu mála innan heilbrigðiskerfisins en fjöldi starfsmanna er nú frá vegna Covid, sem og annarra veikinda. Stjórnendur spítalans samþykktu í dag að framlengja álagsgreiðslur til starfsmanna. 

Að því er kemur fram í tilkynningu frá spítalanum eru nú 342 starfsmenn í einangrun. Síðasta sólarhring greindust tæplega 50 starfsmenn en frá 15. febrúar til gærdagsins hafa 1.463 starfsmenn greinst smitaðir. 

„Stærsta áskorun spítalans er að manna hvern sólarhring og nú horfir til algerra vandræða um helgina á mörgum deildum,“ segir í tilkynningunni.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að stjórnendur Landspítala hafi ákveðið að framlengja álagsgreiðslur til starfsmanna sem runnu út síðastliðinn þriðjudag.

Þá er enn mikill fjöldi sjúklinga með Covid inni á spítalanum en smitaðir einstaklingar eru á ellefu deildum spítalans. Flestir eru á Vífilsstöðum, eða þrettán sjúklingar, og næst flestir á smitsjúkdómadeild.

44 eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, en þar af er einn laus úr einangrun. Síðasta sólarhring bættust sjö sjúklingar í hópinn en ellefu voru útskrifaðir eða einangrun aflétt.


Tengdar fréttir

Ó­míkron orðið alls­ráðandi og rað­greiningu hætt

Ákveðið hefur verið að hætta raðgreiningu allra jákvæðra Covid-19 sýna. Mikill fjöldi jákvæðra sýna að undanförnu er langt umfram greiningargetu, auk þess sem að ómíkronafbrigði veirunnar hefur nú algjörlega yfirtekið deltaafbrigðið hér á landi.

Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands

Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið.

Innlögðum á Landspítala fækkar milli daga

Alls eru nú 44 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en um er að ræða fækkun á milli daga. Áfram eru þrír á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél. Um 450 fleiri börn eru nú í eftirliti hjá Covid göngudeildinni heldur en í gær. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×