Man ekki eftir öðrum eins forföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 12:25 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Vísir/Egill Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira