Forseti LaLiga: Mbappe og Haaland fara til Real Madrid í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 13:01 Kylian Mbappe fagnar sigurmarki sínu á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. AP/Thibault Camus Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, er með munninn fyrir neðan nefið og hann hefur nú komið með stóra yfirlýsingu varðandi framtíð franska framherjans Kylian Mbappe. Tebas segir að það sé öruggt að Mbappe fari til Real Madrid í sumar. Samningur Mbappe og Paris Saint Germain rennur út í sumar og hann hefur lengi verið orðaður við Real Madrid. Javier Tebas: "El Madrid se hará con Haaland y Mbappé mientras la Juventus y el Barça se arruinan" https://t.co/OCyvsXo6N8— El Primer Palo (@eselprimerpalo) February 17, 2022 Á dögunum láku út upplýsingar um svakalegan samning Mbappe og Real Madrid en hann sjálfur hefur alltaf sagt að hann ákveði sig ekki fyrr en í sumar. Tebas var ekki alveg hættur í yfirlýsingunum því hann sagði líka að Kylian Mbappe yrði ekki eini stjörnuleikmaðurinn sem Real Madrid fær til sín í sumar. „Madrid mun fá Mbappe og [Erling] Haaland í sumar þar sem að hin liðin [Barcelona og Juventus] eru nánast á hausnum. Koma Mbappe eru frábærar fréttir fyrir LaLiga enda það besta sem gæti komið fyrir deildina,“ sagði Javier Tebas. Tebas suelta la bomba: "El Real Madrid se va a hacer con Mbappé y Haaland"https://t.co/CHOV4BThZ1#RealMadrid #Mbappé #PSG pic.twitter.com/SICmUoKCfV— Defensacentral.com (@defcentral) February 16, 2022 Tebas dró reyndar aðeins í land seinna í viðtalinu varðandi þessar yfirlýsingar og sagðist ekki vera með þetta staðfest. „Ég hef engar upplýsingar um Mbappe en ég hef ég séð ófá dæmi um leikmenn sem hafa átt sex mánuði eftir af samningi sínum og hafa ekki endursamið við liðið, heldur farið í annað félag,“ sagði Tebas. PSG hafnaði tvö hundruð milljóna tilboði Real Madrid í Mbappe síðasta sumar. Fjölskylda Mbappe hefur verið í viðræðum um stutta framlenginginu á samningi hans en enginn samningur er í höfn. Hinn 23 ára framherji sýndi snilli sína í Meistaradeildinni í vikunni þegar einstaklingsframtak hans skilaði honum sigurmarkinu í fyrri leik PSG og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Tebas segir að það sé öruggt að Mbappe fari til Real Madrid í sumar. Samningur Mbappe og Paris Saint Germain rennur út í sumar og hann hefur lengi verið orðaður við Real Madrid. Javier Tebas: "El Madrid se hará con Haaland y Mbappé mientras la Juventus y el Barça se arruinan" https://t.co/OCyvsXo6N8— El Primer Palo (@eselprimerpalo) February 17, 2022 Á dögunum láku út upplýsingar um svakalegan samning Mbappe og Real Madrid en hann sjálfur hefur alltaf sagt að hann ákveði sig ekki fyrr en í sumar. Tebas var ekki alveg hættur í yfirlýsingunum því hann sagði líka að Kylian Mbappe yrði ekki eini stjörnuleikmaðurinn sem Real Madrid fær til sín í sumar. „Madrid mun fá Mbappe og [Erling] Haaland í sumar þar sem að hin liðin [Barcelona og Juventus] eru nánast á hausnum. Koma Mbappe eru frábærar fréttir fyrir LaLiga enda það besta sem gæti komið fyrir deildina,“ sagði Javier Tebas. Tebas suelta la bomba: "El Real Madrid se va a hacer con Mbappé y Haaland"https://t.co/CHOV4BThZ1#RealMadrid #Mbappé #PSG pic.twitter.com/SICmUoKCfV— Defensacentral.com (@defcentral) February 16, 2022 Tebas dró reyndar aðeins í land seinna í viðtalinu varðandi þessar yfirlýsingar og sagðist ekki vera með þetta staðfest. „Ég hef engar upplýsingar um Mbappe en ég hef ég séð ófá dæmi um leikmenn sem hafa átt sex mánuði eftir af samningi sínum og hafa ekki endursamið við liðið, heldur farið í annað félag,“ sagði Tebas. PSG hafnaði tvö hundruð milljóna tilboði Real Madrid í Mbappe síðasta sumar. Fjölskylda Mbappe hefur verið í viðræðum um stutta framlenginginu á samningi hans en enginn samningur er í höfn. Hinn 23 ára framherji sýndi snilli sína í Meistaradeildinni í vikunni þegar einstaklingsframtak hans skilaði honum sigurmarkinu í fyrri leik PSG og Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira