Fótbolti

Kórdrengir skelltu Keflvíkingum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Davíð Smári þjálfar Kórdrengi
Davíð Smári þjálfar Kórdrengi Frettabladid/Sigtryggur Ari

Óvænt úrslit urðu í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld þegar B-deildarlið Kórdrengja skellti úrvalsdeildarliði Keflavíkur.

Þórir Rafn Þórisson gerði bæði mörk Kórdrengja og komu þau með stuttu millibili eftir rúmlega klukkutíma leik. Keflvíkingar skoruðu ekkert mark og lokatölur því 0-2 fyrir Kórdrengi.

Sindri Þór Guðmundsson, varnarmaður Keflavíkur, fékk að líta rauða spjaldið þegar nokkrar mínútur lifðu leiks.

Liðin leika í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins en þetta var fyrsti leikur Kórdrengja í mótinu. Keflvíkingar hins vegar stigalausir eftir tvo leiki því þeir töpuðu fyrir Leikni í fyrstu umferð, 2-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×