Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2022 10:40 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Þar er nú þegar gamall vegslóði. KMU Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðum skal skilað rafrænt fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 23. mars 2022, að því er fram kemur í auglýsingunni. Eftir lok útboðsfrests verður tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð. Hér má sjá fyrirhugaða veglínu um Teigsskóg milli Hallsteinsness og Þórisstaða.Vegagerðin Í verkinu felst lagning 10,4 kílómetra langs vegarkafla í Þorskafirði og um 200 metra kafla á Djúpadalsvegi. Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2023. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku verður þá hægt að sneiða framhjá Hjallahálsi en núna er unnið að lagningu tengivegar milli Hallsteinsness og Djúpadals. Jafnframt er unnið að brúun Þorskafjarðar. Fyrsti áfanginn, sjö kílómetra vegarkafli í Gufufirði milli Skálaness og Gufudals, var kláraður síðastliðið sumar. Tveir síðustu áfangarnir í endurnýjun þjóðvegarins um Gufudalssveit eiga enn eftir að fara í útboð, þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Síðar á þessu ári er gert ráð fyrir að næsti áfangi verði boðinn út; kafli yfir Gufufjörð og út í Djúpafjörð að hluta. Lokaáfanginn, stærri brúin yfir Djúpafjörð, verður væntanlega boðinn út á næsta ári, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Göngufólk á leið milli Grafar og Hallsteinsness síðastliðið sumar.KMU Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, sagðist í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku vonast til að heildarverkinu lyki árið 2024. Hann hafði þó þann fyrirvara á að það gæti dregið til ársins 2025 enda væri þetta mjög viðamikið verk á litlu svæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Reykhólahreppur Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðum skal skilað rafrænt fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 23. mars 2022, að því er fram kemur í auglýsingunni. Eftir lok útboðsfrests verður tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð. Hér má sjá fyrirhugaða veglínu um Teigsskóg milli Hallsteinsness og Þórisstaða.Vegagerðin Í verkinu felst lagning 10,4 kílómetra langs vegarkafla í Þorskafirði og um 200 metra kafla á Djúpadalsvegi. Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2023. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku verður þá hægt að sneiða framhjá Hjallahálsi en núna er unnið að lagningu tengivegar milli Hallsteinsness og Djúpadals. Jafnframt er unnið að brúun Þorskafjarðar. Fyrsti áfanginn, sjö kílómetra vegarkafli í Gufufirði milli Skálaness og Gufudals, var kláraður síðastliðið sumar. Tveir síðustu áfangarnir í endurnýjun þjóðvegarins um Gufudalssveit eiga enn eftir að fara í útboð, þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Síðar á þessu ári er gert ráð fyrir að næsti áfangi verði boðinn út; kafli yfir Gufufjörð og út í Djúpafjörð að hluta. Lokaáfanginn, stærri brúin yfir Djúpafjörð, verður væntanlega boðinn út á næsta ári, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Göngufólk á leið milli Grafar og Hallsteinsness síðastliðið sumar.KMU Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, sagðist í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku vonast til að heildarverkinu lyki árið 2024. Hann hafði þó þann fyrirvara á að það gæti dregið til ársins 2025 enda væri þetta mjög viðamikið verk á litlu svæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Reykhólahreppur Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00