Fótbolti

Pep: „Við getum gert betur“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pep Guardiola var ánægður með úrslitin í kvöld en segir að sínir menn geti gert betur.
Pep Guardiola var ánægður með úrslitin í kvöld en segir að sínir menn geti gert betur. Gualter Fatia/Getty Images

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var aðlilega ánægður með úrslitin eftir að liðið vann 5-0 sigur gegn Sporting Lissabon í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið geti gert betur.

„Við vorum ótrúleag klínískir í kvöld,“ sagði Pep í samtali við BT Sport að leik loknum. „Við skoruðum í nánast hvert einasta skipti sem við mættum í sókn fyrstu tuttugu mínúturnar.“

Þrátt fyrir að City hafi unnið leikinn 5-0 segir Pep þó að munurinn á liðunum sé ekki svona mikill.

„Við sáum það á fyrstu fimm, sex mínútunum hvað þeir geta verið hættulegir. Munurinn á liðunum er ekki 5-0. En við vorum bara ótrúlega góðir að klára færin okkar í kvöld.“

„Þeir sækja á mörgum leikmönnum og við refsuðum þeim í skyndisóknum.“

Pep bætti einnig við að leikmenn liðsins viti að þeir geti gert betur en þeir gerðu í kvöld.

„Leikmennirnir þekkja mig og þeir vita að við getum gert betur. Það voru nokkrir leikmenn á vellinum sem voru ekki alveg að lesa hvað við vorum að reyna að gera þegar við vorum að byggja upp sóknir. Við getum gert betur,“ sagði Spánverjinn.

„Þetta er bara einn leikur og algjörlega frábær úrslit. Við þurfum að spila einn leik í viðbót til að komast í átta liða úrslit, en nú þurfum við að einbeita okkur að úrvalsdeildinni.“


Tengdar fréttir

Englandsmeistararnir völtuðu yfir Sporting

Englandsmeistarar Manchester City unnu 5-0 stórsigur er liðið heimsótti Sporting frá Lissabon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×