Í beinni: Hver verður formaður Eflingar? Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 20:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, Guðmundur Baldursson og Ólöf Helga Adolfsdóttir berjast um formannssætið. vísir Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Á listanum með Sólveigu Önnu eru Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Eflingu, Innocentia F. Friðgeirsson matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Ísak er jafnframt gjaldkeraefni listans. Baráttulistinn kveðst vera hópur Eflingarfélaga sem eigi það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu og endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu. A-listi hlaut 1.434 atkvæði eða 37 prósent atkvæða. B-listi hlaut 2.047 atkvæði eða 52 prósent atkvæða. C-listi hlaut 331 atkvæði eða 8 prósent atkvæða. 2 prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því 15,09 prósent. Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar, þakkar öllum þeim sem atkvæði greiddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Á listanum með Sólveigu Önnu eru Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Eflingu, Innocentia F. Friðgeirsson matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Ísak er jafnframt gjaldkeraefni listans. Baráttulistinn kveðst vera hópur Eflingarfélaga sem eigi það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu og endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu. A-listi hlaut 1.434 atkvæði eða 37 prósent atkvæða. B-listi hlaut 2.047 atkvæði eða 52 prósent atkvæða. C-listi hlaut 331 atkvæði eða 8 prósent atkvæða. 2 prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því 15,09 prósent. Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar, þakkar öllum þeim sem atkvæði greiddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Reykjavík Hveragerði Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira