Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. febrúar 2022 19:35 Haffý segir son sinn Alexander hafa verið einstaklega rólegan á meðan á öllu þessu stóð. aðsend Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Í byrjun árs fór Alexander Freyr, fjögurra ára gamall strákur, í hálskirtlatöku en tíu dögum síðar var ekki allt með feldu og var hann farinn að hósta blóði. Það sama hafði gerst við eldri bróður hans eftir hálskirtlatöku, sem varð þá að fara í aðgerð til að stöðva blæðinguna, og var móðir hans því fljót að leita með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Send heim og sagt að hafa engar áhyggjur Hún segir lækninn þó hafa náð að skoða Alexander illa, sem hafi ekki viljað opna munninn fyrir hann. Haffý með syni sína tvo.vísir/egill „Og hann sagði þá bara að því það væri komið svo langt síðan, 10 dagar frá aðgerðinni, að þetta væri sennilega bara lítill flipi sem hafi losnað og blætt í kjölfarið og væri ekkert stórvægilegt og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Haffý Magnúsdóttir, móðir Alexanders. Þau hafi því verið send aftur heim og læknirinn sagt að Alexander mætti meira að segja mæta í leikskólann daginn eftir ef hann væri hress. „Sama dag eftir leikskóla um fimmleytið að þá byrjar hann að æla blóði og komu hérna allavega þrjár stórar gusur í klósettið,“ segir Haffý. Alexander fór að æla blóði daginn eftir að móðir hans leitaði með hann á HHS. aðsend Segir litlu hafa munað Hún hafi þá hringt beint á sjúkrabíl. Ástandið á Alexander fór síðan versnandi í bílnum þar sem hann hélt áfram að æla blóði og var farið að líða yfir hann, líklega vegna blóðmissis. Þegar annar sjúkraflutningamannanna hafi séð það hafi hann beðið bílstjórann að gefa í. Þau náðu svo í bæinn í tæka tíð þar sem Alexander var sendur beint í bráðaaðgerð þar sem brennt var fyrir sárið. Alexander ældi miklu blóði á leiðinni í bæinn.aðsend „Við náum því sem betur fer en það mátti sennilega ekki miklu muna að það hefði endað á hinn veginn,“ segir Haffý. Læknirinn á Barnaspítalanum hafi varla trúað því að læknirinn hafi ekki sent Alexander beint í bæinn í aðgerð þegar hann hafi heyrt að hann væri að hósta blóði um nóttina. Hún segir það altalað í bænum hve léleg þjónustan sé á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sjálf getur hún ekki hugsað sér að leita þangað aftur. „Nei, ég fer ekki, það hvarflar ekki að mér eftir þetta að fara með hvorki mig eða börnin mín til lækna hérna. Ég fer til Reykjavíkur,“ segir hún. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í byrjun árs fór Alexander Freyr, fjögurra ára gamall strákur, í hálskirtlatöku en tíu dögum síðar var ekki allt með feldu og var hann farinn að hósta blóði. Það sama hafði gerst við eldri bróður hans eftir hálskirtlatöku, sem varð þá að fara í aðgerð til að stöðva blæðinguna, og var móðir hans því fljót að leita með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Send heim og sagt að hafa engar áhyggjur Hún segir lækninn þó hafa náð að skoða Alexander illa, sem hafi ekki viljað opna munninn fyrir hann. Haffý með syni sína tvo.vísir/egill „Og hann sagði þá bara að því það væri komið svo langt síðan, 10 dagar frá aðgerðinni, að þetta væri sennilega bara lítill flipi sem hafi losnað og blætt í kjölfarið og væri ekkert stórvægilegt og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Haffý Magnúsdóttir, móðir Alexanders. Þau hafi því verið send aftur heim og læknirinn sagt að Alexander mætti meira að segja mæta í leikskólann daginn eftir ef hann væri hress. „Sama dag eftir leikskóla um fimmleytið að þá byrjar hann að æla blóði og komu hérna allavega þrjár stórar gusur í klósettið,“ segir Haffý. Alexander fór að æla blóði daginn eftir að móðir hans leitaði með hann á HHS. aðsend Segir litlu hafa munað Hún hafi þá hringt beint á sjúkrabíl. Ástandið á Alexander fór síðan versnandi í bílnum þar sem hann hélt áfram að æla blóði og var farið að líða yfir hann, líklega vegna blóðmissis. Þegar annar sjúkraflutningamannanna hafi séð það hafi hann beðið bílstjórann að gefa í. Þau náðu svo í bæinn í tæka tíð þar sem Alexander var sendur beint í bráðaaðgerð þar sem brennt var fyrir sárið. Alexander ældi miklu blóði á leiðinni í bæinn.aðsend „Við náum því sem betur fer en það mátti sennilega ekki miklu muna að það hefði endað á hinn veginn,“ segir Haffý. Læknirinn á Barnaspítalanum hafi varla trúað því að læknirinn hafi ekki sent Alexander beint í bæinn í aðgerð þegar hann hafi heyrt að hann væri að hósta blóði um nóttina. Hún segir það altalað í bænum hve léleg þjónustan sé á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sjálf getur hún ekki hugsað sér að leita þangað aftur. „Nei, ég fer ekki, það hvarflar ekki að mér eftir þetta að fara með hvorki mig eða börnin mín til lækna hérna. Ég fer til Reykjavíkur,“ segir hún.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira