Fótbolti

Selfoss fær tælenska landsliðskonu sem Björn þekkir vel

Sindri Sverrisson skrifar
Miranda Nild í leik gegn Síle á HM í Frakklandi sumarið 2019.
Miranda Nild í leik gegn Síle á HM í Frakklandi sumarið 2019. Getty/Catherine Ivill

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við tælensku landsliðskonuna Miröndu Nild sem er nýjum þjálfara liðsins vel kunnug.

Nild er 24 ára sóknarmaður sem var áður leikmaður bandaríska úrvalsdeildarfélagsins OL Reign en var að láni hjá Kristianstad í Svíþjóð á síðustu leiktíð.

Hún fylgir því á eftir Birni Sigurbjörnssyni og Sif Atladóttur, sem komu til Selfoss frá Kristianstad en þar var Björn aðstoðarþjálfari. Hann var ráðinn nýr aðalþjálfari Selfoss í vetur og landsliðskonan Sif fylgdi á eftir í vörn liðsins.

Nild er fædd í Bandaríkjunum en á tælenskan föður og hefur leikið fjölda leikja fyrir tælenska landsliðið, meðal annars á síðasta heimsmeistaramóti árið 2019.

Á dögunum sömdu Selfyssingar einnig við tvíburasysturnar Írisi Unu og Kötlu Maríu Þórðardætur sem síðast léku með Fylki en eru frá Sandgerði, og eiga fjölda leikja að baki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×