Sjóþunginn lék borgarbúa grátt: „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2022 13:26 Veruleiki margra í morgun. egill aðalsteinsson Töluverðum snjó kyngir niður á Suðvesturlandi og áttu margir hverjir erfitt með að komast til vinnu í morgun. Aðstæður verða krefjandi fyrir vegfarendur fram eftir degi og víða eru vegir lokaðir. Hljóðið í upphaf útvarpsfréttarinnar einkenndi morgun margra íbúa Suðvesturlands sem þurftu að moka bíla sína út úr stæðum til þess að komast til vinnu. Fréttastofa fór á stúfana um klukkan tíu í morgun og ræddi við vegfarendur sem unnu að því að ýta föstum bílum og koma sér til vinnu í snjóþunganum. Gengur þetta? „Já, já. Það þarf að moka þetta,“ sagði Þórarinn, þegar hann var að moka frá tröppunum að heimili sínu. Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur. Komin með nóg af þessu,“ sagði Elín, íbúi í Hlíðunum sem var að moka frá bílnum. Skyggni er ekki með besta móti.egill aðalsteinsson Vegir víða lokaðir Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðstæður verði mjög krefjandi fyrir vegfarendur á Suðvesturlandi í dag. Búast megi við því að færð á vegum versni þegar líður á daginn en víða er flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs. Björgunarsveitirnar Ingunn og Tintron aðstoðuðu konu á Lyngdalsheiði sem hafði gengið í blindbyl í um tvo tíma í nótt, en hún óskaði eftir aðstoð eftir að hafa gengið frá snjóhúsi sem hún hafði dvalið í. Ekkert met slegið Veðurfræðingur á veðurstofunni segir að þó að snjókoma hafi verið mikil sé ekki um neitt met að ræða. „Nei þetta er alls ekki met snjór. Það mældust 25 cm á Bústaðarvegi í morgun. Meðaltal af dýptarmælingum sem voru gerðar. Það var meiri snjór í lok janúar, byrjun febrúar árið 2019 og þar áður árið 2017 þannig að metið er rúmir 50 cm frá árinu 2017,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs og segir Elín viðbúið að það verði vetrarástand og vetrarfærð næstu daga. Vonandi er þessi bíll ekki lengur fastur á bílastæðinu.egill aðalsteinsson Veður Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hljóðið í upphaf útvarpsfréttarinnar einkenndi morgun margra íbúa Suðvesturlands sem þurftu að moka bíla sína út úr stæðum til þess að komast til vinnu. Fréttastofa fór á stúfana um klukkan tíu í morgun og ræddi við vegfarendur sem unnu að því að ýta föstum bílum og koma sér til vinnu í snjóþunganum. Gengur þetta? „Já, já. Það þarf að moka þetta,“ sagði Þórarinn, þegar hann var að moka frá tröppunum að heimili sínu. Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur. Komin með nóg af þessu,“ sagði Elín, íbúi í Hlíðunum sem var að moka frá bílnum. Skyggni er ekki með besta móti.egill aðalsteinsson Vegir víða lokaðir Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðstæður verði mjög krefjandi fyrir vegfarendur á Suðvesturlandi í dag. Búast megi við því að færð á vegum versni þegar líður á daginn en víða er flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs. Björgunarsveitirnar Ingunn og Tintron aðstoðuðu konu á Lyngdalsheiði sem hafði gengið í blindbyl í um tvo tíma í nótt, en hún óskaði eftir aðstoð eftir að hafa gengið frá snjóhúsi sem hún hafði dvalið í. Ekkert met slegið Veðurfræðingur á veðurstofunni segir að þó að snjókoma hafi verið mikil sé ekki um neitt met að ræða. „Nei þetta er alls ekki met snjór. Það mældust 25 cm á Bústaðarvegi í morgun. Meðaltal af dýptarmælingum sem voru gerðar. Það var meiri snjór í lok janúar, byrjun febrúar árið 2019 og þar áður árið 2017 þannig að metið er rúmir 50 cm frá árinu 2017,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs og segir Elín viðbúið að það verði vetrarástand og vetrarfærð næstu daga. Vonandi er þessi bíll ekki lengur fastur á bílastæðinu.egill aðalsteinsson
Veður Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira