Innlent

15 til 20 prósent eldislax í kvíum Arctic Fish drepist

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Um er að ræða lax í sjókvíum í Dýrafirði.
Um er að ræða lax í sjókvíum í Dýrafirði. Vísir/Vilhelm

Fimmtán hundruð til tvö þúsund tonn af eldislaxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er þessu ári. Um er að ræða 15 til 20 prósent af lífmassa kvíanna en alls eru um tíu þúsund tonn af laxi í þeim.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Í afkomuviðvörun sem fyrirtækið sendi frá sér um helgina segir að líffræðilegar áskoranir, eins og það er orðað, hafi valdið dauða fisksins. 

Daníel Jakobsson, starfsmaður hjá Arctic Fish, segir í samtali við blaðið að tekjutap af þessu sé verulegt, enda um fisk að ræða sem var kominn upp í sláturstærð. Þannig hafi verið búið að leggja út allan kostnað við eldið og aðeins átt eftir að slátra og innheimta tekjurnar. 

Fyrirtækið, sem er í eigu Norðmanna, hafði áður greint frá því í lok janúar að flýta þyrfti slátrun vegna affalla sem þá voru sögn um þrjú prósent. Nú er því ljóst að afföllin eru mun meiri en óttast hafði verið í fyrstu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×