Ívar býður sig fram í stjórn KSÍ: „Skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 23:16 Ívar Ingimarsson og Ole Gunnar Solskjær í baráttunni í leik Reading og Manchester United fyrir þónokkrum árum síðan. Getty Images Ívar Ingimarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og atvinnumaður til fjölda ára, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fer undir lok mánaðarins. Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson Fótbolti KSÍ Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Fótbolti KSÍ Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira