De Jong bjargvættur Barcelona

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
De Jong fagnar marki sínu
De Jong fagnar marki sínu EPA-EFE/Quique Garcia

Luke de Jong skoraði seint í uppbótartíma og jafnaði fyrir Barcelona sem gerðu 2-2 jafntefli við nágranna sína í Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigri gat Barcelona komist tveimur stigum framúr Atletico Madrid í fjórða sæti deildarinnar en Espanyol situr í þrettánda sætinu.

Barcelona komst yfir í fyrstu sókn sinni í leiknum. Eftir talsverða orrahríð að Marki Espanyol þá átti Jordi Alba fallega sendingu fyrir frá vinstri og Pedri skilaði boltanum í netið. 1-0 strax á 2. mínútu.

Barcelona átti færi til þess að auka forystuna í hálfleiknum en á 40. mínútu jafnaði Espanyol. Sergi Darder fékk þá boltann frá Raul de Tomas á vítateigslínunni og smellti boltanum í fjærhornið. 1-1 í hálfleik.

Hlutverkin snerust við í síðari hálfleik þegar að Espanyol komst yfir á 64. mínútu. Darder átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina þar sem de Tomas tók á móti boltanum og skoraði með góðu skoti. 2-1 og farið að fara um stuðningsmenn stóra liðsins í Katalóníu.

það var svo ekki fyrr en á 96. mínútu sem Barcelona tókst að jafna og var þar á ferðinni Luke de Jong eftir flotta sendingu frá Adama Traore. Ekki fyrsta mark de Jong í vetur sem bjargar stigi eða stigum fyrir Barcelona. Leiknum lauk fljótlega eftir þetta, 2-2.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira