Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2022 19:20 Sex vikna prófkjörslota flokkanna hefst með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og Reykjavík um helgina. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sækist einn eftir forystusætinu í borginni. Stöð 2/Egill Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. Sjálfstæðismenn voru með fyrsta prófkjörið i Mosfellsbæ síðast liðin laugardag. En svona lítur prófkjörsdagatalið út fyrir febrúarmánuð annars vegar og mars hins vegar þar sem Samfylkingin, Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bjóða flokksfélögum að velja fólk á lista sína í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins. Í sveitarstjórnarkosningunum í maí verður kosið um 23 fulltrúa til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meirihlutanum í dag sitja sjö fulltrúar Samfylkingarinnar, tveir frá Pírötum, tveir frá Viðreisn og og Vinstri græn eru með einn fulltrúa. Í minnihlutanum sitja síðan átta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn frá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sósíalistaflokknum. Um helgina hefst törnin fyrir alvöru með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á laugardag og í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Ingibjörg Stefánsdóttir í kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík segir einvala lið keppa um efstu sæti á lista flokksins í borginni.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í kjörstjórn Samfylkingarinnar segir rafræna kosningu hefjast klukkan átta að morgni laugardags. „Og það verður kosning fram til klukkan þrjú á sunnudeginum.“ Hvenær reiknið þið með að úrslit liggi fyrir? „Fljótlega upp úr því,“ segir Ingibjörg. Enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni í fyrsta sætið og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í annað sætið í Reykjavík. Sextán eru hins vegar í boði í sex efstu sæti listans í borginni. Kosið verður um 23 borgarfulltrúa til að sitja í þessum sal á næsta kjörtímabili.Stöð 2/Sigurjón „Kjósendur mega velja fjóra til sex frambjóðendur. Það eru miklu fleiri að bjóða sig fram. Þetta er ákveðið lúxúsvandamál,“ segir Ingibjörg. Í Hafnarfirði lýkur flokksvalinu klukkan 18:00 á laugardag og úrslit ættu að liggja fyrir þá um kvöldið. Þar raða kjósendur í átta efstu sætin þar sem tólf frambjóðendur eru um hituna. Gamla kempan Guðmundur Árni Stefánsson sækist þar eftir fyrsta sætinu ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni. Samfylkingin Reykjavík Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01 Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Sjálfstæðismenn voru með fyrsta prófkjörið i Mosfellsbæ síðast liðin laugardag. En svona lítur prófkjörsdagatalið út fyrir febrúarmánuð annars vegar og mars hins vegar þar sem Samfylkingin, Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bjóða flokksfélögum að velja fólk á lista sína í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins. Í sveitarstjórnarkosningunum í maí verður kosið um 23 fulltrúa til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meirihlutanum í dag sitja sjö fulltrúar Samfylkingarinnar, tveir frá Pírötum, tveir frá Viðreisn og og Vinstri græn eru með einn fulltrúa. Í minnihlutanum sitja síðan átta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn frá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sósíalistaflokknum. Um helgina hefst törnin fyrir alvöru með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á laugardag og í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Ingibjörg Stefánsdóttir í kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík segir einvala lið keppa um efstu sæti á lista flokksins í borginni.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í kjörstjórn Samfylkingarinnar segir rafræna kosningu hefjast klukkan átta að morgni laugardags. „Og það verður kosning fram til klukkan þrjú á sunnudeginum.“ Hvenær reiknið þið með að úrslit liggi fyrir? „Fljótlega upp úr því,“ segir Ingibjörg. Enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni í fyrsta sætið og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í annað sætið í Reykjavík. Sextán eru hins vegar í boði í sex efstu sæti listans í borginni. Kosið verður um 23 borgarfulltrúa til að sitja í þessum sal á næsta kjörtímabili.Stöð 2/Sigurjón „Kjósendur mega velja fjóra til sex frambjóðendur. Það eru miklu fleiri að bjóða sig fram. Þetta er ákveðið lúxúsvandamál,“ segir Ingibjörg. Í Hafnarfirði lýkur flokksvalinu klukkan 18:00 á laugardag og úrslit ættu að liggja fyrir þá um kvöldið. Þar raða kjósendur í átta efstu sætin þar sem tólf frambjóðendur eru um hituna. Gamla kempan Guðmundur Árni Stefánsson sækist þar eftir fyrsta sætinu ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni.
Samfylkingin Reykjavík Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01 Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00
Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01
Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45