Arnþrúður hafði betur gegn Reyni í Hæstarétti Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2022 14:18 Reynir Traustason kærði á sínum tíma Arnþrúði Karlsdóttur fyrir meiðyrði. Ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpskonu á Útvarpi Sögu, um Reyni Traustason ritstjóra standa. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Landsréttar þess efnis. Reynir hafði höfðað mál á hendur Arnþrúði og sakað hana um ærumeiðandi ummæli. Þetta staðfestir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, í samtali við Vísi, en dómurinn féll í Hæstarétti núna klukkan 14. Rekja má málið til þess að Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni, Útvarpi Sögu, yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón króna í miskabætur. Reynir hafði fyrst betur í málinu fyrir héraðsdómi þar sem tvenn ummæli Arnþrúðar voru dæmd dauð og ómerk, auk þess sem Arnþrúði var gert að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur. Arnþrúður áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og taldi ekki um ærumeiðandi ummæli að ræða. Hæstiréttur féllst svo á málskotsbeiðni Reynis síðastliðið haust þar sem Reynir taldi dóm Landsréttar „bersýnilega rangan“. Í ákvörðun Hæstaréttar þar sem sem málskotsbeiðni Reynis var samþykkt sagði að líta yrði svo á að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem Reynir byggir á, einkum um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Því hafi beiðnin verið samþykkt. Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Uppfært klukkan 16:12 Dómurinn hefur nú verið birtur á vef Hæstaréttar. Í honum kemur meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál njóti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði verði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiði af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hafi haslað sér völl á því sviði kunna að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan telst eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynnu þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09 Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, í samtali við Vísi, en dómurinn féll í Hæstarétti núna klukkan 14. Rekja má málið til þess að Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni, Útvarpi Sögu, yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón króna í miskabætur. Reynir hafði fyrst betur í málinu fyrir héraðsdómi þar sem tvenn ummæli Arnþrúðar voru dæmd dauð og ómerk, auk þess sem Arnþrúði var gert að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur. Arnþrúður áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og taldi ekki um ærumeiðandi ummæli að ræða. Hæstiréttur féllst svo á málskotsbeiðni Reynis síðastliðið haust þar sem Reynir taldi dóm Landsréttar „bersýnilega rangan“. Í ákvörðun Hæstaréttar þar sem sem málskotsbeiðni Reynis var samþykkt sagði að líta yrði svo á að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem Reynir byggir á, einkum um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Því hafi beiðnin verið samþykkt. Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Uppfært klukkan 16:12 Dómurinn hefur nú verið birtur á vef Hæstaréttar. Í honum kemur meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál njóti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði verði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiði af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hafi haslað sér völl á því sviði kunna að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan telst eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynnu þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns.
Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“
Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09 Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09
Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59
Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58
Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40