Gögn sem sýndu staðsetningu vélarinnar hafi gengið manna á milli en ratað seint til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 06:27 Björgunaraðilar munu freista þess að ná líkum og vél upp um leið og veður leyfir. Vísir/Vilhelm Mikilvæg gögn, sem reyndust sýna nákvæmlega hvar flugvélina sem leitað var að í síðustu viku var að finna, gengu manna á milli en rötuðu ekki til þeirra sem stjórnuðu leitinni fyrr en seinna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að rakning á síma Josh Neuman, eins farþega vélarinnar, hafi sýnt hvar vélina var að finna í Þingvallavatni. Fréttablaðinu hafi borist þau um klukkan sjö á fimmtudagskvöld, sama kvöld og vélin hvarf, og verið sögð komin í gagnagrun björgunarsveitanna. Þá hafi þau gengið „milli manna í flugheiminum“. Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en aðfaranótt föstudags sem lögregla fékk gögnin. Þá hafi leit þegar verið hafin í Þingvallavatni en það hafi ekki verið fyrr en gögnin bárust leitarstjórn sem vélin fannst á um 50 metra dýpi. Fréttablaðið hefur eftir Oddi Árnasyni yfirlögregluþjóni að honum sé ekki kunnugt um það hvers vegna gögnin bárust lögreglu svo löngu eftir að þau voru komin í dreifingu. Uppfært klukkan 23:30: Viðbragðsaðilar hafa gefið það út að frétt Fréttablaðsins, sem vísað er í hér að ofan, sé alfarið röng. Umfjöllunin hafi byggt á algjörum misskilningi á því hvernig haldið sé utan um gögn sem berist við leit og hvernig unnið sé úr þeim. Umræddur gagnagrunnur sé sameiginlegur grunnur allra viðbragðsaðila og hafi þeir því allir haft aðgang að gögnunum á sama tíma. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16 Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30 Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. 7. febrúar 2022 12:10 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að rakning á síma Josh Neuman, eins farþega vélarinnar, hafi sýnt hvar vélina var að finna í Þingvallavatni. Fréttablaðinu hafi borist þau um klukkan sjö á fimmtudagskvöld, sama kvöld og vélin hvarf, og verið sögð komin í gagnagrun björgunarsveitanna. Þá hafi þau gengið „milli manna í flugheiminum“. Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en aðfaranótt föstudags sem lögregla fékk gögnin. Þá hafi leit þegar verið hafin í Þingvallavatni en það hafi ekki verið fyrr en gögnin bárust leitarstjórn sem vélin fannst á um 50 metra dýpi. Fréttablaðið hefur eftir Oddi Árnasyni yfirlögregluþjóni að honum sé ekki kunnugt um það hvers vegna gögnin bárust lögreglu svo löngu eftir að þau voru komin í dreifingu. Uppfært klukkan 23:30: Viðbragðsaðilar hafa gefið það út að frétt Fréttablaðsins, sem vísað er í hér að ofan, sé alfarið röng. Umfjöllunin hafi byggt á algjörum misskilningi á því hvernig haldið sé utan um gögn sem berist við leit og hvernig unnið sé úr þeim. Umræddur gagnagrunnur sé sameiginlegur grunnur allra viðbragðsaðila og hafi þeir því allir haft aðgang að gögnunum á sama tíma.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16 Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30 Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. 7. febrúar 2022 12:10 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16
Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30
Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. 7. febrúar 2022 12:10
Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31