Hólmbert lánaður til Lilleström: Finnst ég hafa verið svolítið óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2022 08:44 Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn í gult því hann mun spila með norska liðinu Lilleström í sumar. lsk.no Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í gær frá samningi við Lilleström en norska félagið fær hann á láni frá þýska liðinu Holstein Kiel. Hann bætist því í hóp fjölmarga íslenskra leikmanna Lilleström . Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði. Norski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði.
Norski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira