Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. febrúar 2022 06:10 „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. „Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil. Veður Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
„Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil.
Veður Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira