Fótbolti

Senegal Afríkumeistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Senegal er Afríkumeistari.
Senegal er Afríkumeistari. Twitter/@@CAF_Online

Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Segja má að úrslitaleikur Afríkukeppninnar í knattspyrnu hafi verið uppgjör stjarnanna frá Liverpool en Mohamed Salah og Sadio Mané eru aðalmennirnir í sitthvoru liðinu sem lék til úrslita.

Mané fékk kjörið tækifæri til að koma Senegal yfir snemma leiks er Senegal fékk vítaspyrnu. Markvörður Egyptalands, Gabaski, varði hins vegar spyrnu Mané að því virtist með smá hjálp frá Salah.

Betra færi fékk Senegal ekki í fyrri hálfleik og staðan markalaus í hálfleik. Senegal fékk þó fjölda færa í leiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan enn markalaus er flautað var til loka venjulegs leiktíma.

Því þurfti að framlengja, var þetta fjórði leikur Egyptalands í röð sem fór í framlengingu. Hvorugu liðinu tókst hvorugu að skora í framlengingunni svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. 

  • Kalidou Koulibaly kom Senegal yfir þó Gabaski hafi verið í boltanum.
  • Zizo jafnaði metin fyrir Egyptaland.
  • Abdou Diallo kom Senegal yfir á nýjan leik.
  • Mohamed Abdelmonem setti boltann í stöngina fyrir Egyptaland í næstu spyrnu.
  • Gabaski varði spyrnu Bouna Sarr.
  • Marwan Hamdi skoraði fyrir Egyptaland.
  • Bamda Dieng skoraði fyrir Senegal.
  • Edouard Mendy varði spyrnu Mohanad Lasheen.
  • Sadio Mané skoraði úr síðustu spyrnu Senegal og tryggði Senegal sigur í Afríkukeppninni árið 2022.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×