Innlent

Fjallað um far­þega vélarinnar í er­lendum miðlum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá leit viðbragðsaðila við Þingvallavatn. Vélin fannst í vatninu á föstudagskvöld.
Frá leit viðbragðsaðila við Þingvallavatn. Vélin fannst í vatninu á föstudagskvöld. Vísir/Vilhelm

Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá belgísku fatalínunni Suspicious Antwerp. Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla.

Í yfirlýsingunni frá fyrirtækinu segir að hugur allra þar sé hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem í vélinni voru.

„Við erum í nánum samskiptum við þá, sem og við yfirvöld, og gerum allt sem við getum til þess að liðsinna þeim á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er viðbragðsaðilum og sjálfboðaliðum sem tóku þátt í leitinni þakkað fyrir sín störf.

Erlendir miðlar nafngreina einn farþega

Þá greina belgískir fjölmiðlar frá því að annar áhrifavaldanna hafi verið hinn 32 ára Nicola Bellavia. Í fréttum af málinu er hann sagðir hafa verið frumkvöðull, ævintýramaður, ljósmyndari og margt fleira.

Þá greinir belgíski miðillin 7Dimanche frá því að fjölskylda hans hafi gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Með honum hurfu hindranir og ótti eins og dögg fyrir sólu,“ segir í tilkynningunni. Fjölskylda hans muni sakna hans óendanlega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.