Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 21:30 Guðni Guðmundsson, 88 ára bóndi á bænum Þverlæk í Holtum, sem fer í fjós á hverjum degi og þá er mjaltagrifjan aðalstaðurinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar. Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend
Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira