Fótbolti

Blikar hófu Atlantic Cup á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Damir Muminovic skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld.
Damir Muminovic skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld. Vísir/Bára

Breiðablik vann góðan 2-1 sigur er liðið mætti B-liði Brentford í fyrstu umferð Atlantic Cup sem fram fer á Algarve í Portúgal um þessar mundir.

Blikar mættu með sterkt lið til leiks gegn ungu byrjunarliði Brentford og þeir komust yfir eftir hálftíma leik með marki frá Damir Muminovic eftir hornspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Kristinn Steindórsson kom Blikum í 2-0 á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Viktori Einarssyni.

Tristan Crama minnkaði muninn þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka. Nær komust liðsmenn Brentford þó ekki og niðurstaðan varð 2-1 sigur Blika.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.