Dregur framboð sitt skyndilega til baka Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2022 15:55 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og hafði gefið út að hún ætlaði ekki að fara í fullt starf sem formaður. Samsett Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. Í færslunni segir Þóra Kristín að hálfgert stríðsástand ríki innan SÁÁ og að nú sé unnið að því leynt og ljóst „að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi og þar er af nógu að taka enda hef ég líkt og aðrir sem hafa farið í áfengismeðferð, lent á vegg í lífinu og gert og sagt hluti sem ég er ekki stolt af.“ „Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ segir Þóra Kristín. Einnig hafi það verið gert tortryggilegt að hún, sem starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar, og Kári Stefánsson forstjóri væru að láta til sín taka í starfi SÁÁ í ljósi samstarfs við sjúkrahús samtakanna um rannsóknir. Kári Stefánsson einnig sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ Þóra Kristín segist hafa viljað stilla til friðar í samtökunum en ekki auka á ófriðinn. „Ég ætla því ekki að leggjast í stríðsrekstur og vil hvorki fórna starfi mínu né æru minni og yfirmanns míns fyrir sjálfboðavinnu fyrir samtökin.“ Hún dragi til baka framboð sitt til formennsku og setu í framkvæmdastjórn í von um að samtökin finni formann sem sé óumdeildur. „Hættan er sú að að það sé erfitt í samtökum þar sem meirihlutinn hefur átt við áfengisvanda að stríða einhvern hluta ævinnar og verið gerendur og þolendur allskyns ofbeldis, flestir hvortveggja,“ segir í færslu Þóru Kristínar. Bæði hún og Kári Stefánsson hafi nú sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ. Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi. 31. janúar 2022 11:06 Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Í færslunni segir Þóra Kristín að hálfgert stríðsástand ríki innan SÁÁ og að nú sé unnið að því leynt og ljóst „að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi og þar er af nógu að taka enda hef ég líkt og aðrir sem hafa farið í áfengismeðferð, lent á vegg í lífinu og gert og sagt hluti sem ég er ekki stolt af.“ „Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ segir Þóra Kristín. Einnig hafi það verið gert tortryggilegt að hún, sem starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar, og Kári Stefánsson forstjóri væru að láta til sín taka í starfi SÁÁ í ljósi samstarfs við sjúkrahús samtakanna um rannsóknir. Kári Stefánsson einnig sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ Þóra Kristín segist hafa viljað stilla til friðar í samtökunum en ekki auka á ófriðinn. „Ég ætla því ekki að leggjast í stríðsrekstur og vil hvorki fórna starfi mínu né æru minni og yfirmanns míns fyrir sjálfboðavinnu fyrir samtökin.“ Hún dragi til baka framboð sitt til formennsku og setu í framkvæmdastjórn í von um að samtökin finni formann sem sé óumdeildur. „Hættan er sú að að það sé erfitt í samtökum þar sem meirihlutinn hefur átt við áfengisvanda að stríða einhvern hluta ævinnar og verið gerendur og þolendur allskyns ofbeldis, flestir hvortveggja,“ segir í færslu Þóru Kristínar. Bæði hún og Kári Stefánsson hafi nú sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ.
Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi. 31. janúar 2022 11:06 Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi. 31. janúar 2022 11:06
Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. 31. janúar 2022 09:40
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38