Sadio Mane: Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 08:31 Sadio Mane fagnar markinu sínu í sigrinum í undanúrslitaleiknum í gær. AP/Sunday Alamba Sadio Mane jafnaði markamet senegalska landsliðsins í gær þegar hann hjálpaði þjóð sinni að komast í úrslitaleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Senegal vann Búrkína Fasó 3-1 og mætir annað hvort Egyptalandi eða Kamerún í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mane innsiglaði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok en þetta var hans 29. mark fyrir Senegal og með því jafnaði hann markamet Henri Camara. Abdou Diallo og Idrissa Gueye höfðu skorað hin mörkin. Sadio Mané has three goals and two assists in six AFCON games for #TeamSenegal pic.twitter.com/d5uCMxMugm— B/R Football (@brfootball) February 2, 2022 „Þetta sýnir meðbyrinn sem er með okkur. Við vissum að það yrði ekki auðvelt að komast í tvo úrslitaleiki í Afríkukeppninni í röð. Það mikilvægasta fyrir okkur núna er að fara í úrslitaleikinn og vinna hann sama hverjum við mætum,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Búrkína liði sem skapaði okkur fullt af vandamálum. Við bjuggumst við erfiðum leik og hann varð það. Við héldum ró okkar og sköpuðum fullt af færum. Mér fannst við eiga sigurinn skilið,“ sagði Mane. „Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður sem er alveg fullkomlega eðlilegt. Ég er mjög stoltur og ánægður fyrir mína hönd, fyrir hönd liðsfélaganna og fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði Mane. A delicious chip to seal the W Sadio Mane s late finish wins our #GoalOfTheDay #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamSenegal | @1xbet_ENG pic.twitter.com/ZuXUDCb0Yl— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) February 3, 2022 Senegal hefur aldrei unnið Afríkukeppnina en liðið tapaði 1-0 á móti Alsír í úrslitaleiknum á síðustu keppni og þurfti einnig að sætta sig við silfur árið 2002 en þá töpuðu Senegalar í vítaspyrnukeppni á móti Kamerún. Mane hefur skorað þrjú mörk í keppninni en aðeins Kamerúnarnir Vincent Aboubakar (6 mörk) og Karl Toko Ekambi (5 mörk) hafa skorað fleiri. Í kvöld kemur síðan í ljóst hvort liðsfélagi Mane hjá Liverpool, Mohamed Salah, komist líka í úrslitaleikinn með egypska landsliðinu sem spilar þá við heimamenn í Kamerún í hinum undanúrslitaleiknum. Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Senegal vann Búrkína Fasó 3-1 og mætir annað hvort Egyptalandi eða Kamerún í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mane innsiglaði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok en þetta var hans 29. mark fyrir Senegal og með því jafnaði hann markamet Henri Camara. Abdou Diallo og Idrissa Gueye höfðu skorað hin mörkin. Sadio Mané has three goals and two assists in six AFCON games for #TeamSenegal pic.twitter.com/d5uCMxMugm— B/R Football (@brfootball) February 2, 2022 „Þetta sýnir meðbyrinn sem er með okkur. Við vissum að það yrði ekki auðvelt að komast í tvo úrslitaleiki í Afríkukeppninni í röð. Það mikilvægasta fyrir okkur núna er að fara í úrslitaleikinn og vinna hann sama hverjum við mætum,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Búrkína liði sem skapaði okkur fullt af vandamálum. Við bjuggumst við erfiðum leik og hann varð það. Við héldum ró okkar og sköpuðum fullt af færum. Mér fannst við eiga sigurinn skilið,“ sagði Mane. „Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður sem er alveg fullkomlega eðlilegt. Ég er mjög stoltur og ánægður fyrir mína hönd, fyrir hönd liðsfélaganna og fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði Mane. A delicious chip to seal the W Sadio Mane s late finish wins our #GoalOfTheDay #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamSenegal | @1xbet_ENG pic.twitter.com/ZuXUDCb0Yl— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) February 3, 2022 Senegal hefur aldrei unnið Afríkukeppnina en liðið tapaði 1-0 á móti Alsír í úrslitaleiknum á síðustu keppni og þurfti einnig að sætta sig við silfur árið 2002 en þá töpuðu Senegalar í vítaspyrnukeppni á móti Kamerún. Mane hefur skorað þrjú mörk í keppninni en aðeins Kamerúnarnir Vincent Aboubakar (6 mörk) og Karl Toko Ekambi (5 mörk) hafa skorað fleiri. Í kvöld kemur síðan í ljóst hvort liðsfélagi Mane hjá Liverpool, Mohamed Salah, komist líka í úrslitaleikinn með egypska landsliðinu sem spilar þá við heimamenn í Kamerún í hinum undanúrslitaleiknum.
Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira