Innlent

Jana Katrín vill 2. sætið hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Jana Katrín Knútsdóttir.
Jana Katrín Knútsdóttir. Aðsend

Jana Katrín Knútsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram 5. febrúar næstkomandi.

Í tilkynniningu kemur fram að Jana sé hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands ásamt því að vera hestafræðingur og leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum. 

„Hún hefur starfað innan heilbrigðiskerfisins í um 13 ár og þar af 8 ár á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Í dag starfar hún sem sölu- og markaðsstjóri og var á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum á síðasta ári.

Jana leggur áherslu á

  • Aukna þjónustu við aldraða og fatlaða
  • Jafnt aðgengi barna að tómstunda- og íþróttastarfi
  • Bætta stöðu drengja í menntakerfinu
  • Gott rekstrarumhverfi fyrirtækja

Jana er fædd og uppalin í Mosfellsbæ, er gift Magnúsi Pálssyni lögreglumanni hjá Ríkislögreglustjóra og saman eiga þau tvö börn á grunnskólaaldri,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×