Fótbolti

Valskonur skoruðu ellefu og Þróttur átta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bryndís Arna gekk í raðir Vals í vetur og skoraði þrennu í kvöld.
Bryndís Arna gekk í raðir Vals í vetur og skoraði þrennu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Þrír leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu í fótbolta í kvöld.

Valskonur hafa haft ótrúlega yfirburði í mótinu í vetur og þeir yfirburðir héldu áfram þegar Valur fékk Fjölni í heimsókn að Hlíðarenda í kvöld.

Lauk leiknum með 11-0 sigri Vals þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir (3), Sólveig Larsen (2), Elín Metta Jensen, Málfríður Anna Eiríksdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir voru á skotskónum.

Valur með markatöluna 37-0 eftir fjóra leiki.

Á sama tíma vann Víkingur 0-1 sigur á Fylki í Lautinni þar sem Dagný Rún Pétursdóttir gerði eina mark leiksins þegar skammt var til leiksloka.

Þá voru Þróttarar í miklum ham þegar þær heimsóttu Framkonur og lauk leiknum með 0-8 sigri Þróttar. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (3), Katla Tryggvadóttir (2), Andrea Rut Bjarnadóttir (2) og Freyja Karín Þorvarðardóttir sáu um markaskorun Þróttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×