Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 18:09 Jón Gunnarsson vinnur að nýju frumvarpi um réttarstöðu brotaþola. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. „Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón. Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón.
Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira