Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 12:50 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels