Innlent

Stefna á að aflétta hraðar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vonir standa um að hægt verði að aflétta hraðar en áætlanir gera ráð fyrir. 
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vonir standa um að hægt verði að aflétta hraðar en áætlanir gera ráð fyrir.  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stefnt sé á að aflétta hraðar en fyrirætlanir gera ráð fyrir. Ráðgert er að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveiru hér á landi um miðjan mars en Þórólfur bindur vonir við að hægt sé að gera það enn fyrr.

Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem hófst klukkan ellefu. 

Neyðarstigi á Landspítala var aflétt í gær og neyðarstigi almannavarna vegna faraldursins sömueliðis. Landspítali hafði verið á neyðarstigi síðan 28. desember. Þórólfur sagði á fundinum að ástandið vegna Covid-19 hafi lagast töluvert og álagið á spítalanum minnkað. 

Hann telji að skynsamlegt sé að aflétta áfram í ákveðnum skrefum og að vonandi verði hægt að aflétta hraðar en kynnt var í síðustu viku. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði síðasta föstudag að stefnt væri á að taka næsta skref í afléttingum þremur vikum eftir að síðustu afléttingar tóku gildi, eða 19. febrúar næstkomandi. 

Þá sé góð von að við náum í mark í baráttunni gegn veirunni í lok mars, ef ekki fyrr ef ekkert óvænt komi uppi á. 

Þá sagði Þórólfur enn óvíst hvort hann muni skila inn minnisblaði til ráðherra með tillögum að næstu afléttingum í þessari viku. Í skoðun sé hvort hægt sé að einfalda til dæmis einangrunartímann eða einfalda sóttkvína eitthvað frekar. Þá séu almennar takmarkanir í reglugerðinni alltaf til skoðunar. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×