Agla María skoraði en hinn nýliðinn fótbrotnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Agla María Albertsdóttir í búningi BK Häcken en hún byrjaði vel í sínum fyrsta leik í honum. Instagram/@aglamariaalberts Það var draumur og martröð hjá nýliðum sænska úrvalsdeildarliðsins BK Häcken en liðin í sænska kvennaboltanum eru farin að undirbúa sig fyrir komandi tímabili. Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu. Sænski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu.
Sænski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Sjá meira