Svona gætu sorptunnurnar þínar litið út í vor Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2022 06:00 Tillaga starfshópsins að fyrirkomulagi íláta við fjölbýlishús. Stærð og fjöldi þeirra á að taka mið af fjölda íbúa. SSH Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Um að ræða tunnur fyrir lífrænan heimilisúrgang, blandað heimilissorp, plastumbúðir og loks pappír og pappa. Misjafnt er nú milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hversu margar tunnur eru við heimili og hvað fer í þær. Í skýrslu starfshópsins um samræmda úrgangsflokkun er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist í völdum hverfum í vor og verði lokið vorið 2023. Skýrslan er nú til umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögum SSH og er vonast til að umræðu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu en kerfið er sagt í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um næstu áramót. Tvískiptar tunnur einnig í boði Lagt er til að tvískiptar tunnur verði í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þá verði lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar í aðra tvískipta tunnu. Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, segir að sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi sé mikilvæg aðgerð til að gas- og jarðgerðarstöðin GAJA geti unnið moltu úr slíkum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga að fyrirkomulagi við sérbýli.SSH „Samræming sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa unnið náið saman í samstarfi við fulltrúa Sorpu undanfarna mánuði við gerð skýrslunnar og það er mín von að sveitarfélögin öll taki vel í tillögur að innleiðingu á nýju kerfi. Samræmt kerfi yrði betra en ósamræmt kerfi og myndi auðvelda íbúum að flokka úrgang sinn. Það auðveldar einnig fyrirtækjum sem meðhöndla úrganginn að koma honum í réttan farveg,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningu. Vilja fjölga grenndarstöðvum Skýrsluhöfundar leggja til að lífrænum eldhúsúrgangi verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir eru sagðir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi í GAJU. Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili er lagt til að grenndarstöðvanetið verði þétt og að gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verði safnað á grenndarstöðvum sem verði í um það bil 500 metra fjarlægð frá hverju heimili. Samkvæmt tillögunum verða stærri grenndarstöðvar í um það bil 1.000 metra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast. Hlutverk endurvinnslustöðva Sorpu verður óbreytt en þar geta íbúar höfuðborgarsvæðisins skilað öllum helstu úrgangsflokkum til meðhöndlunar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Um að ræða tunnur fyrir lífrænan heimilisúrgang, blandað heimilissorp, plastumbúðir og loks pappír og pappa. Misjafnt er nú milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hversu margar tunnur eru við heimili og hvað fer í þær. Í skýrslu starfshópsins um samræmda úrgangsflokkun er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist í völdum hverfum í vor og verði lokið vorið 2023. Skýrslan er nú til umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögum SSH og er vonast til að umræðu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu en kerfið er sagt í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um næstu áramót. Tvískiptar tunnur einnig í boði Lagt er til að tvískiptar tunnur verði í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þá verði lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar í aðra tvískipta tunnu. Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, segir að sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi sé mikilvæg aðgerð til að gas- og jarðgerðarstöðin GAJA geti unnið moltu úr slíkum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga að fyrirkomulagi við sérbýli.SSH „Samræming sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa unnið náið saman í samstarfi við fulltrúa Sorpu undanfarna mánuði við gerð skýrslunnar og það er mín von að sveitarfélögin öll taki vel í tillögur að innleiðingu á nýju kerfi. Samræmt kerfi yrði betra en ósamræmt kerfi og myndi auðvelda íbúum að flokka úrgang sinn. Það auðveldar einnig fyrirtækjum sem meðhöndla úrganginn að koma honum í réttan farveg,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningu. Vilja fjölga grenndarstöðvum Skýrsluhöfundar leggja til að lífrænum eldhúsúrgangi verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir eru sagðir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi í GAJU. Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili er lagt til að grenndarstöðvanetið verði þétt og að gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verði safnað á grenndarstöðvum sem verði í um það bil 500 metra fjarlægð frá hverju heimili. Samkvæmt tillögunum verða stærri grenndarstöðvar í um það bil 1.000 metra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast. Hlutverk endurvinnslustöðva Sorpu verður óbreytt en þar geta íbúar höfuðborgarsvæðisins skilað öllum helstu úrgangsflokkum til meðhöndlunar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira