Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 12:03 Vladimir Putin sést hér á ríkisstjórnarfundi. Vesturlönd hafa hótað viðskiptaþvingunum á Rússa ráðist þeir inn í Úkraínu. Vísir/AP Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir að þessi mögulega fjölgun hermanna myndi senda skýr skilaboð til ráðamanna Rússlands í Kremlin og um leið stuðning til bandamanna Breta innan NATO. Úkraína er ekki meðlimur í NATO og hefur það verið ein helsta krafa Vladimir Putin, forseta Rússlands, að þeim verði ekki boðið þangað inn. Um 900 breskir hermenn eru nú þegar í Eistlandi og nokkur hundruð í viðbót í Úkraínu og Póllandi. Þá kemur til greina að senda bæði vopn og fjármuni til Úkraínu ef af innrás Rússa verður. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda í kortunum Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa allir talað um mögulegar viðskiptaþvinganir til að draga vígtennurnar úr Rússum. Efasemdir hafa þó verið uppi um hversu langt verði gengið í þeim efnum. Málefni Rússlands og Úkraínu voru til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Jón Ólafsson, prófessor, ræddu mögulegar viðskiptaþvinganir. Hér fyrir neðan má hlusta á alla umræðu Alberts og Jóns á Sprengisandi í morgun. Jón ræddi þar Nord Stream gasleiðsluna sem á að taka í notkun fljótlega, en hún flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands, og mun lækka verð á gasi í Evrópu verulega. Jón sagði gasverð hafa hækkað undanfarið sem þýðir að verið væri að senda gas í fljótandi formi til Evrópu og það svo selt á hærra verði en áður hefur verið hægt. Eina leiðin fyrir Vladimir Putin að koma þessu gasi á markað og ná enn meiri markaðshlutdeild í Evrópu sé að fá Nord Stream leiðsluna í gang. Ef lokað verði fyrir hana þýði það hærra gasverð í Evrópu. „Þannig að það er vandséð hvort það er verra fyrir Evrópu eða Rússland að loka fyrir þetta. Það er ólíklegt að ímynda sér, að minnsta kosti á meðan hernaðaraðgerðir eru ekki farnar að ógna heimsfriðinum, að fólk sé til í að raunverulega stoppa þetta þó Bandaríkjamenn segjast munu reyna það og hafa alltaf verið á móti þessari leiðslu.“ Rússland Úkraína Bandaríkin Bretland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir að þessi mögulega fjölgun hermanna myndi senda skýr skilaboð til ráðamanna Rússlands í Kremlin og um leið stuðning til bandamanna Breta innan NATO. Úkraína er ekki meðlimur í NATO og hefur það verið ein helsta krafa Vladimir Putin, forseta Rússlands, að þeim verði ekki boðið þangað inn. Um 900 breskir hermenn eru nú þegar í Eistlandi og nokkur hundruð í viðbót í Úkraínu og Póllandi. Þá kemur til greina að senda bæði vopn og fjármuni til Úkraínu ef af innrás Rússa verður. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda í kortunum Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa allir talað um mögulegar viðskiptaþvinganir til að draga vígtennurnar úr Rússum. Efasemdir hafa þó verið uppi um hversu langt verði gengið í þeim efnum. Málefni Rússlands og Úkraínu voru til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þeir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Jón Ólafsson, prófessor, ræddu mögulegar viðskiptaþvinganir. Hér fyrir neðan má hlusta á alla umræðu Alberts og Jóns á Sprengisandi í morgun. Jón ræddi þar Nord Stream gasleiðsluna sem á að taka í notkun fljótlega, en hún flytur gas frá Rússlandi til Þýskalands, og mun lækka verð á gasi í Evrópu verulega. Jón sagði gasverð hafa hækkað undanfarið sem þýðir að verið væri að senda gas í fljótandi formi til Evrópu og það svo selt á hærra verði en áður hefur verið hægt. Eina leiðin fyrir Vladimir Putin að koma þessu gasi á markað og ná enn meiri markaðshlutdeild í Evrópu sé að fá Nord Stream leiðsluna í gang. Ef lokað verði fyrir hana þýði það hærra gasverð í Evrópu. „Þannig að það er vandséð hvort það er verra fyrir Evrópu eða Rússland að loka fyrir þetta. Það er ólíklegt að ímynda sér, að minnsta kosti á meðan hernaðaraðgerðir eru ekki farnar að ógna heimsfriðinum, að fólk sé til í að raunverulega stoppa þetta þó Bandaríkjamenn segjast munu reyna það og hafa alltaf verið á móti þessari leiðslu.“
Rússland Úkraína Bandaríkin Bretland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira