Innlent

Ók á brott eftir að hafa ekið á konu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekið var á konuna við verslanir í Garðabæ, þó óvíst sé hvort það hafi verið við Hagkaupsverslunina.
Ekið var á konuna við verslanir í Garðabæ, þó óvíst sé hvort það hafi verið við Hagkaupsverslunina. Vísir/Egill

Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að konan hafi fundið fyrir eymslum í mjöðm og hafi verið flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku til aðhlynningar. Málið er í rannsókn og lögregla hefur upplýsingar um bílinn sem ekið var á konuna. 

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra ók þar að auki án gildra ökuréttinda og annar mældist á 119 km hraða á Hafnarfjarðarvegi, þar sem hámarskhraði eru 80 km/klst. 

Bíll valt við hringtorg í Kórahverfi í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku og hann valt á hlið. Ekkert slys varð á fólki en flytja þurfti bílinn á brott með Króki.

Þá varð umferðarslys á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar á þriðja tímanum í nótt. Bifreið var ekið á ljósastur og ökumaður fann til eymsla á vinstri síðu og hann fluttur á bráðadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Flytja þurfti bílinn af vettvangi með Króki. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×