Innlent

Starfs­menn Herjólfs segja upp vegna skip­stjóra­máls

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla rannsakar mál skipstjórans.
Lögregla rannsakar mál skipstjórans. Vísir/Vilhelm

Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út.

Frá þessu greinir bæjarfjölmiðillinn Tígull í Vestmannaeyjum en þar segir að tveir stýrimenn hafi sagt upp í vetur í tengslum við mál skipstjórans. Aðrir tveir bættust nýlega í hópinn og hafa þá fjórir sagt upp störfum á skipinu.

RÚV greindi upphaflega frá en þar kom fram að skipstjóri hjá Herjólfi hefði verið lækkaður í tign eftir að athugasemd og kvörtun hafði borist um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir að atvinnuréttindi skipstjórans hafi runnið út rétt fyrir jól og hann hafi hins vegar áfram siglt Herjólfi eftir það, þangað hann fékk réttindin endurnýjuð, í byrjun janúar á þessu ári. Þá segir einnig að viðkomandi hafi í einhverjum tilvikum skráð nöfn annarra skipstjóra án þeirra vitundar þegar hann sigldi skipinu.

Tígull greinir frá því að skipstjórinn muni halda stöðu sinni en hann var sendur í leyfi að beiðni áhafnar Herjólfs. Hvorki framkvæmdastjóri Herjólfs né stjórnarformaður kusu að tjá sig í samtali við bæjarfjölmiðilinn.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.