Kom Búrkína Fasó í undanúrslit en fær ekki að taka þátt í þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2022 22:01 Dango Ouattara (til hægri) fagnar sigurmarki sínu í kvöld. EPA-EFE/FOOTOGRAFIIA Hinn 19 ára gamli Dango Ouattara átti einkar áhugaverðan leik er Búrkína Fasó komst í undanúrslit Afríkukeppninnar þökk sé 1-0 sigri á Túnis í kvöld. Outtara skoraði sigurmarkið ásamt því að næla sér í rautt spjald. Það stefndi í að fyrri hálfleikur yrði markalaus en það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Outtara lék á mann og annan áður en hann átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Búrkína Fasó 1-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Túnis gerði hvað það gat til að jafna metin í síðari hálfleik, Wahbi Khazri vildi fá vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum en dómari leiksins var ekki sammála. Það var svo á 82. mínútu sem Ouattara henti sér í groddaralega tæklingu. Dómari leiksins skoðaði atvikið í myndbandsskjánum á hliðarlínunni og ákvað í kjölfarið að sýna Ouattara reisupassann. Aðeins voru átta mínútur til leiksloka og tókst Túnis ekki að nýta tækifærið og jafna metin, lokatölur 1-0 Búrkína Fasó í vil og liðið því komið í undanúrslit. Því miður fyrir Ouattara fær hann ekki tækifæri til að skjóta liðinu í úrslit. FULL-TIME! #TeamBurkinaFaso 1-0 #TeamTunisia Dango Ouattara s moment of brilliance sends the Stallions to the Final 4 #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #BFATUN pic.twitter.com/2ehVVqiaFW— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 29, 2022 Fyrr í kvöld komst Kamerún í undanúrslit. Á morgun kemur svo í ljós hvaða tvö lönd fylgja þeim áfram, Egyptaland mætir Marokkó og Senegal mætir Miðbaugs-Gíneu. Tickets punched to the #AFCON2021 semifinals today: Cameroon Burkina Faso pic.twitter.com/svvuP6ZneB— B/R Football (@brfootball) January 29, 2022 Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Það stefndi í að fyrri hálfleikur yrði markalaus en það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Outtara lék á mann og annan áður en hann átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Búrkína Fasó 1-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Túnis gerði hvað það gat til að jafna metin í síðari hálfleik, Wahbi Khazri vildi fá vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum en dómari leiksins var ekki sammála. Það var svo á 82. mínútu sem Ouattara henti sér í groddaralega tæklingu. Dómari leiksins skoðaði atvikið í myndbandsskjánum á hliðarlínunni og ákvað í kjölfarið að sýna Ouattara reisupassann. Aðeins voru átta mínútur til leiksloka og tókst Túnis ekki að nýta tækifærið og jafna metin, lokatölur 1-0 Búrkína Fasó í vil og liðið því komið í undanúrslit. Því miður fyrir Ouattara fær hann ekki tækifæri til að skjóta liðinu í úrslit. FULL-TIME! #TeamBurkinaFaso 1-0 #TeamTunisia Dango Ouattara s moment of brilliance sends the Stallions to the Final 4 #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #BFATUN pic.twitter.com/2ehVVqiaFW— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 29, 2022 Fyrr í kvöld komst Kamerún í undanúrslit. Á morgun kemur svo í ljós hvaða tvö lönd fylgja þeim áfram, Egyptaland mætir Marokkó og Senegal mætir Miðbaugs-Gíneu. Tickets punched to the #AFCON2021 semifinals today: Cameroon Burkina Faso pic.twitter.com/svvuP6ZneB— B/R Football (@brfootball) January 29, 2022
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira