Erlent

Banda­­ríkja­­menn reyna að bjarga herþotu úr sjó

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
F-35 herþota frá Lockheed Martin.
F-35 herþota frá Lockheed Martin. Getty Images

Bandaríkjamenn leita nú ráða til að bjarga F-35C herþotu úr Suður-Kínahafi eftir óhapp við lendingu á flugmóðurskipi. Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hrapaði í hafið.

Atvikið átti sér þegar flugmaður hugðist lenda þotunni á flugmóðurskipinu USS Carl Vinson á mánudaginn í liðinni viku. Lendingin heppnaðist ekki sem skyldi og slösuðust sjö starfsmenn við atvikið, þar á meðal flugmaðurinn sjálfur.

„Ég get staðfest að þotan hafi rekist á flugbrautina á leið inn til lendingar og fallið í sjóinn í kjölfarið. Sjóherinn vinnur að björgun verðmæta um þessar mundir,“ sagði upplýsingafulltrúi hersins í samtali við Sky News.

Upplýsingafulltrúinn segist þó ekki geta tjáð sig um það hvort hann óttist að Kínverjar reyni að komast yfir þotuna á undan hermönnum Bandaríkjahers.

Stutt er síðan sambærileg herþota breska hersins hrapaði í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth en myndband af atvikinu rataði á samfélagsmiðla í nóvember síðastliðnum.

Sjá má myndband af því mjög sambærilega atviki hér að neðan.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×