Frelsissvipti og beitti kynferðisofbeldi að loknum húsfundi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2022 22:36 Ákærði neitaði að hafa veist að brotaþola. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og fyrir að hafa frelsissvipt konu í íbúð sinni. Maðurinn var nágranni brotaþola og hann veittist að konunni að loknum húsfundi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í vikunni. Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir að ákærði hafi ítrekað boðið brotaþola að sjá nýuppgerða íbúð sína en þau hafi verið nágrannar. Hún hafi loks gefið undan en haldið að barn og maki mannsins væru heima. Það hafi reynst misskilningur og ákærði hafi þá lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurðinni og sett keðju fyrir. Fljótlega hafi ákærði þá sett spýtu milli hurðarhúns og gólfs og hafi brotaþoli fengið við það áfall. Maðurinn hafi þá byrjað að káfa á henni, sest ofan á hana og reynt að komast með hendur inn á buxur brotaþola. Loks hafi henni tekist að komast fram úr herberginu og ákærði hafi á endanum hleypt henni út úr íbúðinni. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir aðstoð frá lögreglu. Framburður brotaþola trúverðugur Ákærði neitaði alfarið að hafa brotið á brotaþola fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðum héraðsdóms segir hins vegar að framburður ákærða hafi hvorki verið stöðugur né í samræmi við gögn málsins. Framburður brotaþola hafi hins vegar verið stöðugur og trúverðugur frá upphafi rannsóknar. Héraðsdómur taldi þó á grundvelli dómaframkvæmdar að ekki hafi verið um fullframið nauðgunarbrot að ræða enda hafi ákærða ekki tekist að stinga fingri „fyllilega inn í leggöng brotaþola,“ eins og það er orðað í niðurstöðum héraðsdóms. Brotið teljist því tilraun til nauðgunar. Ákærði var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf hann því ekki að sitja inni, haldi hann almennt skilorð. Honum ber að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar fjórar milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir að ákærði hafi ítrekað boðið brotaþola að sjá nýuppgerða íbúð sína en þau hafi verið nágrannar. Hún hafi loks gefið undan en haldið að barn og maki mannsins væru heima. Það hafi reynst misskilningur og ákærði hafi þá lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurðinni og sett keðju fyrir. Fljótlega hafi ákærði þá sett spýtu milli hurðarhúns og gólfs og hafi brotaþoli fengið við það áfall. Maðurinn hafi þá byrjað að káfa á henni, sest ofan á hana og reynt að komast með hendur inn á buxur brotaþola. Loks hafi henni tekist að komast fram úr herberginu og ákærði hafi á endanum hleypt henni út úr íbúðinni. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir aðstoð frá lögreglu. Framburður brotaþola trúverðugur Ákærði neitaði alfarið að hafa brotið á brotaþola fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðum héraðsdóms segir hins vegar að framburður ákærða hafi hvorki verið stöðugur né í samræmi við gögn málsins. Framburður brotaþola hafi hins vegar verið stöðugur og trúverðugur frá upphafi rannsóknar. Héraðsdómur taldi þó á grundvelli dómaframkvæmdar að ekki hafi verið um fullframið nauðgunarbrot að ræða enda hafi ákærða ekki tekist að stinga fingri „fyllilega inn í leggöng brotaþola,“ eins og það er orðað í niðurstöðum héraðsdóms. Brotið teljist því tilraun til nauðgunar. Ákærði var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf hann því ekki að sitja inni, haldi hann almennt skilorð. Honum ber að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar fjórar milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira