Óttast frekari hækkun verðbólgu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 11:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa áhyggjur af hækkun verðbólgu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Sjá einnig: Verðbólga í hæstu hæðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að krefjandi verði að takast á við ný viðfangsefni í efnahagslífinu á næstu misserum. Kórónuveiran hafi eðli málsins samkvæmt sett strik í reikninginn; ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. „Þetta er áhyggjuefni. Það góða er að við erum að sjá að þetta er ekki séríslensk staða eins og stundum hefur verið heldur er þetta alþjóðleg þróun. En það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökumst á við þetta,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í sama streng og segist óttast frekari hækkun á verðbólgu: „Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því á hvaða grunni þessar verðbólgutölur byggja. Við erum töluvert mikið að fá til okkar kostnaðarhækkanir að utan.“ Hann bendir á að kostnaður fyrir framleiðendur í Evrópu hafi hækkað snarpt. Það gæti verið vísbending um að frekari hækkanir kunni að koma til og þeirri þróun þurfi að fylgjast vel með. Nýjar spár geri þó ráð fyrir því að „verðbólguskotinu“ ljúki eftir nokkra mánuði. „Ríkisfjármálin verða að taka mið af þessari stöðu í heild sinni og við verðum að gæta að því að við séu ekki á sama tíma og hér er einhver vaxandi verðabólga að auka á spennuna í samfélaginu með því að vera með óþarfa, viðbótar ríkisútgjöld á röngum tíma,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15 Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Sjá einnig: Verðbólga í hæstu hæðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að krefjandi verði að takast á við ný viðfangsefni í efnahagslífinu á næstu misserum. Kórónuveiran hafi eðli málsins samkvæmt sett strik í reikninginn; ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. „Þetta er áhyggjuefni. Það góða er að við erum að sjá að þetta er ekki séríslensk staða eins og stundum hefur verið heldur er þetta alþjóðleg þróun. En það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökumst á við þetta,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í sama streng og segist óttast frekari hækkun á verðbólgu: „Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því á hvaða grunni þessar verðbólgutölur byggja. Við erum töluvert mikið að fá til okkar kostnaðarhækkanir að utan.“ Hann bendir á að kostnaður fyrir framleiðendur í Evrópu hafi hækkað snarpt. Það gæti verið vísbending um að frekari hækkanir kunni að koma til og þeirri þróun þurfi að fylgjast vel með. Nýjar spár geri þó ráð fyrir því að „verðbólguskotinu“ ljúki eftir nokkra mánuði. „Ríkisfjármálin verða að taka mið af þessari stöðu í heild sinni og við verðum að gæta að því að við séu ekki á sama tíma og hér er einhver vaxandi verðabólga að auka á spennuna í samfélaginu með því að vera með óþarfa, viðbótar ríkisútgjöld á röngum tíma,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15 Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15
Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29