Viðskipti innlent

Verðbólga í hæstu hæðum

Heimir Már Pétursson skrifar
Verðbólgan er í hæstu hæðum og hafa heildsalar og smásalar boðað að framundan séu miklar verðhækkanir á matvælum.
Verðbólgan er í hæstu hæðum og hafa heildsalar og smásalar boðað að framundan séu miklar verðhækkanir á matvælum. Vísir/Vilhelm

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands.  Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.

Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósentustig milli desember og janúar. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina.

Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi í tíu ár. Í júní 2012 mældist hún 5,4 prósent og hafði þá lækkað úr 6,3 prósentum í mars það ár.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,5% frá desember til janúar  sem hefur 0,25 prósentustiga áhrif á vísitöluna. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% sem hefur 0,18% prósenta áhrif. Athygli vekur að verð á rafmagni og hita hækkaði um 3,7% sem hefur 0,11 prósenta áhrif og verð á nýjum bílum hækkaði um 2,2% sem sömuleiðis hefur 0,11 prósentustiga áhrif á neysluvísitöluna.

Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fatnaði og skóm um 8,0% sem hefur 0,3 prósenta áhrif á vísitöluna og verð á húsgögnumm, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 2,7% sem hefur 0,17 prósenta áhrif.


Tengdar fréttir

Út­lit fyrir myndar­legan hag­vöxt, hjaðnandi verð­bólgu og hærri stýri­vexti

Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.