Innlent

Ásta tekur við í stað Harðar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ásta Guðrún er nú nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Ásta Guðrún er nú nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm/Stöð 2

Ásta Guðrún Helgadóttir nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík er nýr formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hörður J. Oddfríðarson hætti trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna fyrr í dag. 

Hörður gekkst við því í að að hafa misnotað yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna í samtali við Stundina seinnipartinn í dag.

Ásta Guðrún Helgadóttir nýr formaður staðfestir formannsskiptin í samtali við fréttastofu og segir að málið hafi verið leyst með formlegum hætti. Hörður hafi sagt sig frá trúnaðarstörfum í ljósi aðstæðna.

Ásta Guðrún var áður varaformaður fulltrúaráðsins og segist þakklát fyrir traustið. Kosningaundirbúningur flokksins í Reykjavík sé í fullum gangi og engin breyting verði þar á.


Tengdar fréttir

Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ

Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.