Innlent

Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi

Heimir Már Pétursson skrifar
Hörður Oddfríðarson.
Hörður Oddfríðarson. Vísir

Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.

Hann hefur í dag sagt sig frá ýmsum starfsskyldum, meðal annars sem formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar. Þá hefur hann sagt sig úr stjórn Sundsambands Íslands.

Jódís lýsti því í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að maður sem misnotaði yfirburðastöðu sína gagnvart henni hefði tekið á móti henni þegar hún var send í eftirmeðferð á Staðarfelli þremur árum síðar. Hún hafi verið 17 ára þegar Hörður misnotaði yfirburðastöðu sína gagnvart henni og hann þrítugur.

Í yfirlýsingu sem Hörður sendi fjölmiðlum upp úr klukkan fjögur í dag þar sem hann segir að þremur árum eftir þetta atvik hafi Jódís farið í meðferð þar sem hann hefði tekið á móti henni, þá orðinn starfsmaður SÁÁ. Hann hafi sjálfur farið í meðferð skömmu eftir að þetta atvik átti sér stað og hafið störf hjá samtökunum skömmu síðar.

„Ég rengi ekki frásögn Jódísar á nokkurn hátt og bið hana afsökunar því sem gerðist og þeim afleiðingum sem það hefur haft fyrir hana,“ segir Hörður meðal annars í yfirlýsingunni. Hann væri í samtali við yfirmenn sína hjá SÁÁ um framtíð hans og hafi óskað eftir því að úttekt verði gerð á störfum hans þar sl. 25 ár


Tengdar fréttir

Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ

Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.