Segja Biden munu standa við loforð um að tilnefna svarta konu Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2022 07:53 Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gær. AP Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni standi við áður gefin loforð um að tilnefna svarta konu í stól hæstaréttardómara, nú þegar staða dómarans Stephen Breyer losnar í júní næstkomandi. Breyer tilkynnti í gær að hann hafi óskað eftir að hætta störfum við réttinn en hann er elsti starfandi dómarinn við réttinn og var tilnefndur af Bill Clinton forseta árið 1994. Er hann einn þeirra þriggja sem tilheyra frjálslyndari armi réttarins. Sex dómarar við réttinn tilheyra hinum íhaldssamari armi og því mun nýr dómari, skipaður af Demókratanum Biden, ekki hafa áhrif á hlutföll íhaldssamra og frjálslyndra dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna gegnir lykilhlutverki í bandarísku þjóðfélagi og hefur úrslitavald þegar kemur að fjölda deilumála, þar með talið deilum einstakra ríkja og alríkisins, frestun á aftökum og þannig mátti áfram telja. Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru æviráðnir, en það er forseti sem tilnefnir dómara og staðfestir öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna. Psaki sagði á blaðamannafundi í gær að Biden hafi áður lýst því yfir og ítrekað að hann myndi tilnefna svarta konu þegar staða myndi losna við réttinn. Það standi. Svört kona hefur aldrei áður gegnt embætti hæstaréttardómara. Tveir svartir karlmenn hafa gegnt dómaraembætti í Hæstarétti Bandaríkjanna – þeir Thurgood Marshall (1967 til 1991) og svo hinn 73 ára Clarence Thomas sem tók sæti í réttinum árið 1991 og verður nú elsti starfandi dómarinn í réttinum. Þrjár konur starfa nú við réttinn - þær frjálslyndu Elena Kagan og Sonia Sotomayor, og svo hin íhaldssama Amy Coney Barrett. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Breyer tilkynnti í gær að hann hafi óskað eftir að hætta störfum við réttinn en hann er elsti starfandi dómarinn við réttinn og var tilnefndur af Bill Clinton forseta árið 1994. Er hann einn þeirra þriggja sem tilheyra frjálslyndari armi réttarins. Sex dómarar við réttinn tilheyra hinum íhaldssamari armi og því mun nýr dómari, skipaður af Demókratanum Biden, ekki hafa áhrif á hlutföll íhaldssamra og frjálslyndra dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna gegnir lykilhlutverki í bandarísku þjóðfélagi og hefur úrslitavald þegar kemur að fjölda deilumála, þar með talið deilum einstakra ríkja og alríkisins, frestun á aftökum og þannig mátti áfram telja. Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna eru æviráðnir, en það er forseti sem tilnefnir dómara og staðfestir öldungadeild Bandaríkjaþings tilnefninguna. Psaki sagði á blaðamannafundi í gær að Biden hafi áður lýst því yfir og ítrekað að hann myndi tilnefna svarta konu þegar staða myndi losna við réttinn. Það standi. Svört kona hefur aldrei áður gegnt embætti hæstaréttardómara. Tveir svartir karlmenn hafa gegnt dómaraembætti í Hæstarétti Bandaríkjanna – þeir Thurgood Marshall (1967 til 1991) og svo hinn 73 ára Clarence Thomas sem tók sæti í réttinum árið 1991 og verður nú elsti starfandi dómarinn í réttinum. Þrjár konur starfa nú við réttinn - þær frjálslyndu Elena Kagan og Sonia Sotomayor, og svo hin íhaldssama Amy Coney Barrett.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51