Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. janúar 2022 10:33 Hanna Björg er ein þeirra sem hefur gagnrýnt Siggu Dögg kynfræðing fyrir að kenna unglingum kyrkingar í kynlífi. Vísir Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. „Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt?“ Þetta segir meðal annars í aðsendri grein kynjafræðikennaranna Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur sem birtist á Vísi í gær. Greinin var undir yfirskriftinni „Klám, kyrkingar og kynlíf“ og er þar spjótum beint að ónafngreindum kynfræðingi. Hanna og María staðfesta í samtali við Vísi að umræddur kynfræðingur sé Sigríður Dögg Arnardóttir, sem er yfirleitt kölluð Sigga Dögg, og hefur síðustu ár séð um kynfræðslu í skólum landsins. Þær gagnrýna harðlega ummæli sem Sigga Dögg hefur látið falla undanfarið um kyrkingar eða svokallað „breath play“ í kynferðislegum tilgangi. Í greininni er vísað til þess að kynferðisofbeldi hafi verið mikið til umræðu undanfarin misseri og hefur skólakerfið brugðist við ákalli samfélagsins um kynfræðslu til að vernda börnin. Þlr segja opinskáa umræðu um kynlíf bráðnauðsynlega en mörk séu þar á og hinir fullorðnu beri þar ákveðna skyldu. „Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis,“ segir í grein Maríu og Hönnu. „Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“,“ segja þær enn fremur. Útskýrir kyrkingar fyrir grunnskóla- og framhaldsnemum Sigga Dögg hefur á samfélagsmiðlum áður talað sérstaklega um að „kenna“ fólki kyrkingar og segist hún hafa stundum rætt slíkt við nemendur tíunda bekkjar í grunnskóla og alltaf við nemendur í framhaldsskóla. „Ég leyfi krökkunum oft að velja á milli hvort ég eigi að útskýra það að rassskella eða svona kyrkingu […] út frá virku samþykki, bæði þann sem er að þrengja að og hjá þeim sem er þrengt að, og krakkarnir eru yfirleitt alveg súper áhugasamir. Ég útskýri nákvæmlega hvað felst í þessu og hvað felst ekki í þessu,“ segir Sigga Dögg í einu myndbandi sem María bendir á. „Ég hef fundið að það er mikill áhugi fyrir þessu og þetta má ekki verða tabú,“ segir Sigga Dögg í myndbandinu og bendir á að þetta sé ekki nýtt af nálinni þar sem hún hafi sjálf heyrt um slíkt þegar hún var unglingur. „En var kennt um þetta? Nei það var ekki. Þannig bættir og breyttir tímar gott fólk.“ Kynfræðsla eigi ekki að snúast um kyrkingar Hanna og María benda á að þessi hegðun geti reynst hættuleg og því sé það á ábyrgð fullorðna að vita betur. „Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer,“ segja þær og benda á eitt tilfelli í Noregi þar sem ungur drengur lést í slíkum „leik.“ „Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og „breath play“, eru lífshættulegar.“ Að þeirra sögn er klám og klámvæðing að ræna börnin þau frelsi sem þau þarfnast til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Sá sem fái fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beita ofbeldi eigi að skammast sín, og sömuleiðis sá sem hefur lífsviðurværi af því að kenna börnunum að það sé í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert rétt. „Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því?“ Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt?“ Þetta segir meðal annars í aðsendri grein kynjafræðikennaranna Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur sem birtist á Vísi í gær. Greinin var undir yfirskriftinni „Klám, kyrkingar og kynlíf“ og er þar spjótum beint að ónafngreindum kynfræðingi. Hanna og María staðfesta í samtali við Vísi að umræddur kynfræðingur sé Sigríður Dögg Arnardóttir, sem er yfirleitt kölluð Sigga Dögg, og hefur síðustu ár séð um kynfræðslu í skólum landsins. Þær gagnrýna harðlega ummæli sem Sigga Dögg hefur látið falla undanfarið um kyrkingar eða svokallað „breath play“ í kynferðislegum tilgangi. Í greininni er vísað til þess að kynferðisofbeldi hafi verið mikið til umræðu undanfarin misseri og hefur skólakerfið brugðist við ákalli samfélagsins um kynfræðslu til að vernda börnin. Þlr segja opinskáa umræðu um kynlíf bráðnauðsynlega en mörk séu þar á og hinir fullorðnu beri þar ákveðna skyldu. „Okkur ber til dæmis skylda til að segja eitthvað þegar aðkeypti kynfræðarinn valsar um allt land og kennir unglingunum okkar að kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis,“ segir í grein Maríu og Hönnu. „Okkur ber skylda til að hafa á því skoðun þegar áhrifavaldur fræðir börnin okkar sem eru mörg hver að feta sín fyrstu skref sem kynverur, um hvernig þau geta á sem áhrifaríkastan hátt apað allt eftir sem þau sjá í kláminu sem bókstaflega tröllríður tilveru þeirra, oft með ömurlegum afleiðingum, bara ef þau ,,tala saman og fá samþykki“,“ segja þær enn fremur. Útskýrir kyrkingar fyrir grunnskóla- og framhaldsnemum Sigga Dögg hefur á samfélagsmiðlum áður talað sérstaklega um að „kenna“ fólki kyrkingar og segist hún hafa stundum rætt slíkt við nemendur tíunda bekkjar í grunnskóla og alltaf við nemendur í framhaldsskóla. „Ég leyfi krökkunum oft að velja á milli hvort ég eigi að útskýra það að rassskella eða svona kyrkingu […] út frá virku samþykki, bæði þann sem er að þrengja að og hjá þeim sem er þrengt að, og krakkarnir eru yfirleitt alveg súper áhugasamir. Ég útskýri nákvæmlega hvað felst í þessu og hvað felst ekki í þessu,“ segir Sigga Dögg í einu myndbandi sem María bendir á. „Ég hef fundið að það er mikill áhugi fyrir þessu og þetta má ekki verða tabú,“ segir Sigga Dögg í myndbandinu og bendir á að þetta sé ekki nýtt af nálinni þar sem hún hafi sjálf heyrt um slíkt þegar hún var unglingur. „En var kennt um þetta? Nei það var ekki. Þannig bættir og breyttir tímar gott fólk.“ Kynfræðsla eigi ekki að snúast um kyrkingar Hanna og María benda á að þessi hegðun geti reynst hættuleg og því sé það á ábyrgð fullorðna að vita betur. „Þegar börn hafa leikið sér að því að loka öndunarvegi hvers annars eða sínum eigin ber okkur skylda til að bregðast við af festu og stöðva þau áður en illa fer,“ segja þær og benda á eitt tilfelli í Noregi þar sem ungur drengur lést í slíkum „leik.“ „Kyrkingar, jafnvel þegar þær eru dulbúnar sem kynferðislegur leikur undir nöfnum eins og „breath play“, eru lífshættulegar.“ Að þeirra sögn er klám og klámvæðing að ræna börnin þau frelsi sem þau þarfnast til að þroskast og dafna sem kynverur á eigin forsendum. Sá sem fái fróun út úr því að beita eða horfa á aðra beita ofbeldi eigi að skammast sín, og sömuleiðis sá sem hefur lífsviðurværi af því að kenna börnunum að það sé í lagi að kyrkja hvert annað, sé það gert rétt. „Kynfræðsla er ekki kennsla í að fá sem öfgafyllstar fullnægingar og hún á svo sannarlega ekki að snúast um að kenna börnunum okkar að kyrkja eða láta kyrkja sig. Þarf einhver að láta lífið til að við áttum okkur á því?“
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels