Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 16:52 Jakob Frímann er þegar farinn að huga að því hvernig gera má útsendingar frá þinginu skemmtilegri. vísir/vilhelm Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. Um er að ræða sérstakan skjá sem sjónvarpsþulir lesa af texta sinn en horfa um leið í linsuna. „Herra forseti. Ég vil ræða störf þingsins og með hvaða hætti við gætum bætt okkur í þeim efnum og þá er það nú fyrst og fremst á tæknilega sviðinu,“ sagði Jakob Frímann. Væri meiri myndarbragur af ræðunum Hann sagðist hafa talið að þegar margir þeirra sem koma í pontu séu með skrifaðar ræður, sérstaklega þegar þingmenn eru í beinni útsendingu sem þjóðin getur fylgst með. Jakob segir að sennilega sé meira um það en margan gruni. Klippa: Jakob Frímann vill prompter á Alþingi „[Það] væri meiri myndarbragur yfir því að menn gætu horft upp úr ræðunni, ef það væri einhvers konar „prompter“ eða skjár t.d. hér beint á móti þar sem menn gætu lesið af tölvunni, af slíkum skjá, og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt, og vonandi með enn meira sannfærandi hætti.“ Vill gera útsendinguna frá þinginu skemmtilegri Jakob fræðir þá þingheim um að þetta þekki allir sem hafa verið í útsendingum í sjónvarpi eða á ráðstefnum. Og um sé að ræða tiltölulega viðtekinn, nútímalegur máti. „Og þá sömuleiðis ef menn vilja leggja sérstaka áherslu á á mál sitt og gera það með myndarbrag, að geta gripið til stoðtækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu, með áhersluatriðum í máli og myndum. Þetta get ég fullyrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eftirminnilegri, skýrari og skemmtilegri.“ Jakob Frímann lauk máli sínu á að leggja til, og af því tilefni að þingheimur væri í beinni útsendingu og ýmsir hafi kannski stolist til þess að fylgjast með einhverju öðru en Alþingi nefnilega landsleiknum, „að við fjölguðum útsendingarvinklum og gerðum útsendinguna þeim mun skemmtilegri fyrir þá sem horfa.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Um er að ræða sérstakan skjá sem sjónvarpsþulir lesa af texta sinn en horfa um leið í linsuna. „Herra forseti. Ég vil ræða störf þingsins og með hvaða hætti við gætum bætt okkur í þeim efnum og þá er það nú fyrst og fremst á tæknilega sviðinu,“ sagði Jakob Frímann. Væri meiri myndarbragur af ræðunum Hann sagðist hafa talið að þegar margir þeirra sem koma í pontu séu með skrifaðar ræður, sérstaklega þegar þingmenn eru í beinni útsendingu sem þjóðin getur fylgst með. Jakob segir að sennilega sé meira um það en margan gruni. Klippa: Jakob Frímann vill prompter á Alþingi „[Það] væri meiri myndarbragur yfir því að menn gætu horft upp úr ræðunni, ef það væri einhvers konar „prompter“ eða skjár t.d. hér beint á móti þar sem menn gætu lesið af tölvunni, af slíkum skjá, og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt, og vonandi með enn meira sannfærandi hætti.“ Vill gera útsendinguna frá þinginu skemmtilegri Jakob fræðir þá þingheim um að þetta þekki allir sem hafa verið í útsendingum í sjónvarpi eða á ráðstefnum. Og um sé að ræða tiltölulega viðtekinn, nútímalegur máti. „Og þá sömuleiðis ef menn vilja leggja sérstaka áherslu á á mál sitt og gera það með myndarbrag, að geta gripið til stoðtækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu, með áhersluatriðum í máli og myndum. Þetta get ég fullyrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eftirminnilegri, skýrari og skemmtilegri.“ Jakob Frímann lauk máli sínu á að leggja til, og af því tilefni að þingheimur væri í beinni útsendingu og ýmsir hafi kannski stolist til þess að fylgjast með einhverju öðru en Alþingi nefnilega landsleiknum, „að við fjölguðum útsendingarvinklum og gerðum útsendinguna þeim mun skemmtilegri fyrir þá sem horfa.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira