Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2022 16:37 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. „Ábatinn er á bilinu 186 til 236 milljarðar. Sundabrautin styttir leiðir og minni akstur dregur þar af leiðandi bæði úr útblæstri og mengun. Heildaraksturinn gæti minnkað um 150 þúsund kílómetra á hverjum sólarhring,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu sem starfshópur skilaði til ráðherra og borgarstjóra myndi brú kosta um 69 milljarða en göng 83 milljarða. Ríki og borg undirrituðu yfirlýsingu í júlí 2021 um lagningu Sundabrautar þar sem sammælst var um Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd og að brautin yrði tekin í notkun árið 2031. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er sannfærður um að Sundabraut verði komin í gagnið árið 2034.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi segir næstu skref nú skýr og Sundabraut komin í fastar skorður og öruggt ferli. Framundan væri umhverfismat og á sama tíma væri hægt að vinna að breytingum á skipulagi Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins. Einnig þurfi að fara að undirbúa útboð og ræða við Faxaflóahafnir varðandi útfærslu verði gerð brú yfir Kleppsvík en ekki farið í jarðgöng. Neðansjávargöng yfir Kleppsvík myndu kosta 14 milljörðum meira en brú yfir víkina. Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um málið í júlí í fyrra sagði Sigurður Ingi að brúin gæti orðið mikið tákn fyrir Reykjavíkurborg.Vegagerðin Nokkrar deilur hafa staðið um þetta mál í áratugi. Innviðaráðherra segir stofnkostnað meiri við göng en brú. Umferð færi meira óhindrað í gegnum göng en leiðin myndi styttast meira í kílómetrum með brú. Í dag telur Sigurður Ingi báða kostina koma til greina. Hæð brúarinnar ræður miklu um hvort Samskip geti haldið áfram allri starfsemi sinni á þeim stað sem skipafélagið er nú innan mögulegs brúarstæðis.Vegagerðin „Já, þeir koma í raun og veru báðir til greina á þessari stundu. Þó svo ég hafi um nokkurt skeið, og það hefur ekki breyst, talið að brúin hafi fleiri kosti í för með sér. Ekki síst vegna þess að hún er góður ávinningur fyrir gangandi og hjólandi og fyrir almenningssamgöngur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hann reikni með að eiga fundi um þessi mál með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á næstunni. Reykjavík Sundabraut Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarlína Mosfellsbær Tengdar fréttir Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15 Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15 „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
„Ábatinn er á bilinu 186 til 236 milljarðar. Sundabrautin styttir leiðir og minni akstur dregur þar af leiðandi bæði úr útblæstri og mengun. Heildaraksturinn gæti minnkað um 150 þúsund kílómetra á hverjum sólarhring,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu sem starfshópur skilaði til ráðherra og borgarstjóra myndi brú kosta um 69 milljarða en göng 83 milljarða. Ríki og borg undirrituðu yfirlýsingu í júlí 2021 um lagningu Sundabrautar þar sem sammælst var um Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd og að brautin yrði tekin í notkun árið 2031. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er sannfærður um að Sundabraut verði komin í gagnið árið 2034.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi segir næstu skref nú skýr og Sundabraut komin í fastar skorður og öruggt ferli. Framundan væri umhverfismat og á sama tíma væri hægt að vinna að breytingum á skipulagi Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins. Einnig þurfi að fara að undirbúa útboð og ræða við Faxaflóahafnir varðandi útfærslu verði gerð brú yfir Kleppsvík en ekki farið í jarðgöng. Neðansjávargöng yfir Kleppsvík myndu kosta 14 milljörðum meira en brú yfir víkina. Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um málið í júlí í fyrra sagði Sigurður Ingi að brúin gæti orðið mikið tákn fyrir Reykjavíkurborg.Vegagerðin Nokkrar deilur hafa staðið um þetta mál í áratugi. Innviðaráðherra segir stofnkostnað meiri við göng en brú. Umferð færi meira óhindrað í gegnum göng en leiðin myndi styttast meira í kílómetrum með brú. Í dag telur Sigurður Ingi báða kostina koma til greina. Hæð brúarinnar ræður miklu um hvort Samskip geti haldið áfram allri starfsemi sinni á þeim stað sem skipafélagið er nú innan mögulegs brúarstæðis.Vegagerðin „Já, þeir koma í raun og veru báðir til greina á þessari stundu. Þó svo ég hafi um nokkurt skeið, og það hefur ekki breyst, talið að brúin hafi fleiri kosti í för með sér. Ekki síst vegna þess að hún er góður ávinningur fyrir gangandi og hjólandi og fyrir almenningssamgöngur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hann reikni með að eiga fundi um þessi mál með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á næstunni.
Reykjavík Sundabraut Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarlína Mosfellsbær Tengdar fréttir Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15 Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15 „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15
Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15
„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06