Taylor Swift ósátt við Damon Albarn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2022 11:30 Tónlistarkonan Taylor Swift er ekki par sátt við þau orð sem söngvarinn og Íslendingurinn Damon Albarn lét falla um hana í viðtali nýlega. Getty/Dimitrios Kambouris-Vittorio Zunino Celotto Tónlistarkonan Taylor Swift er ekki par sátt við þau orð sem söngvarinn og íslenski ríkisborgarinn Damon Albarn lét falla um hana í viðtali nýlega. Í viðtalinu sakar hann Swift um að semja ekki sína eigin tónlist sjálf. Albarn var í viðtali við LA Times þegar Swift barst til tals og blaðamaður kallaði hana frábæran lagahöfund. Albarn svaraði því hins vegar með þeim hætti að hún semji lög sín ekki sjálf. Þá sagðist hann jafnframt vera meira fyrir tónlistarkonuna Billie Eilish, þar sem hún væri áhugaverður lagahöfundur. Þegar blaðamaður benti Albarn á það að Swift væri meðhöfundur í lögum sínum, rétt eins og Eilish, svaraði hann því þannig að það skipti ekki máli. „Ég er ekkert á móti neinum. Ég er bara að benda á að það er mikill munur á því að vera lagahöfundur og að vera meðhöfundur,“ sagði Albarn í viðtalinu. Skömmu eftir viðtalið setti Swift inn færslu á Twitter þar sem hún segir ummæli Albarn vera röng og skaðleg. Þá segist hún jafnframt hafa verið mikill aðdáandi Albarn fram að þessu. „Ps. Ég skrifaði þetta tvít alveg sjálf ef einhver var að velta því fyrir sér,“ bætti Swift við. Tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff sem hefur unnið mikið með Swift, tjáði sig einnig um málið á Twitter. Þar skrifar hann í kaldhæðni að Albarn viti greinilega meira um tónlist Swift heldur en allir aðrir, þrátt fyrir að hann hafi aldrei stigið fæti inn í hljóðverið. i ve never met damon albarn and he s never been to my studio but apparently he knows more than the rest of us about all those songs taylor writes and brings in. herb.— jackantonoff (@jackantonoff) January 24, 2022 Albarn hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum í garð Swift. Hann skrifar á Twitter-síðu Swift að hann hafi einfaldlega verið að eiga samtal um lagasmíðar og það hafi því miður verið notað sem smellibeita. „Ég biðst innilegrar afsökunar. Það síðasta sem ég vil gera er að vanvirða þig sem lagahöfund. Ég vona að þú skiljir mig,“ skrifaði söngvarinn á Twitter. I totally agree with you. i had a conversation about songwriting and sadly it was reduced to clickbait. I apologise unreservedly and unconditionally. The last thing I would want to do is discredit your songwriting. I hope you understand. - Damon— Damon Albarn (@Damonalbarn) January 24, 2022 Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem söngvarinn móðgar tónlistarkonur. Árið 2015 reyndi tónlistarkonan Adele að vinna með honum við gerð plötunnar 25 en það gekk ekki. Í viðtali sagði Albarn að Adele væri einfaldlega óörugg. Adele lét síðar hafa eftir sér að kynni hennar við Albarn hafi verið sönnun þess að maður ætti aldrei að hitta átrúnaðargoðin sín. Albarn hefur verið mikill Íslandsvinur síðan hann kom hingað í sína fyrstu heimsókn árið 1996. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og á hann heimili í Grafarvogi. Tónlist Íslandsvinir Höfundarréttur Tengdar fréttir Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07 Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Albarn var í viðtali við LA Times þegar Swift barst til tals og blaðamaður kallaði hana frábæran lagahöfund. Albarn svaraði því hins vegar með þeim hætti að hún semji lög sín ekki sjálf. Þá sagðist hann jafnframt vera meira fyrir tónlistarkonuna Billie Eilish, þar sem hún væri áhugaverður lagahöfundur. Þegar blaðamaður benti Albarn á það að Swift væri meðhöfundur í lögum sínum, rétt eins og Eilish, svaraði hann því þannig að það skipti ekki máli. „Ég er ekkert á móti neinum. Ég er bara að benda á að það er mikill munur á því að vera lagahöfundur og að vera meðhöfundur,“ sagði Albarn í viðtalinu. Skömmu eftir viðtalið setti Swift inn færslu á Twitter þar sem hún segir ummæli Albarn vera röng og skaðleg. Þá segist hún jafnframt hafa verið mikill aðdáandi Albarn fram að þessu. „Ps. Ég skrifaði þetta tvít alveg sjálf ef einhver var að velta því fyrir sér,“ bætti Swift við. Tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff sem hefur unnið mikið með Swift, tjáði sig einnig um málið á Twitter. Þar skrifar hann í kaldhæðni að Albarn viti greinilega meira um tónlist Swift heldur en allir aðrir, þrátt fyrir að hann hafi aldrei stigið fæti inn í hljóðverið. i ve never met damon albarn and he s never been to my studio but apparently he knows more than the rest of us about all those songs taylor writes and brings in. herb.— jackantonoff (@jackantonoff) January 24, 2022 Albarn hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum í garð Swift. Hann skrifar á Twitter-síðu Swift að hann hafi einfaldlega verið að eiga samtal um lagasmíðar og það hafi því miður verið notað sem smellibeita. „Ég biðst innilegrar afsökunar. Það síðasta sem ég vil gera er að vanvirða þig sem lagahöfund. Ég vona að þú skiljir mig,“ skrifaði söngvarinn á Twitter. I totally agree with you. i had a conversation about songwriting and sadly it was reduced to clickbait. I apologise unreservedly and unconditionally. The last thing I would want to do is discredit your songwriting. I hope you understand. - Damon— Damon Albarn (@Damonalbarn) January 24, 2022 Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem söngvarinn móðgar tónlistarkonur. Árið 2015 reyndi tónlistarkonan Adele að vinna með honum við gerð plötunnar 25 en það gekk ekki. Í viðtali sagði Albarn að Adele væri einfaldlega óörugg. Adele lét síðar hafa eftir sér að kynni hennar við Albarn hafi verið sönnun þess að maður ætti aldrei að hitta átrúnaðargoðin sín. Albarn hefur verið mikill Íslandsvinur síðan hann kom hingað í sína fyrstu heimsókn árið 1996. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og á hann heimili í Grafarvogi.
Tónlist Íslandsvinir Höfundarréttur Tengdar fréttir Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07 Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07
Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33