Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 25. janúar 2022 07:36 Farþegar þurftu að ganga út úr flugstöðinni í morgun í stað þess að fljúga í betra veður. Vísir/Kolbeinn Tumi Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. Nokkuð hvassviðri er á Keflavíkurflugvelli þessa stundina, eða um 19 m/s. Ferðalanga á leið í sól biðu því eintóm vonbrigði þegar þeir komu til Keflavíkur í morgun þar sem öllu flugi Icelandair, sem fara átti fyrir hádegi, hefur verið aflýst. Öllu flugi Icelandair sem fara átti fyrir hádegi hefur verið aflýst.Vísir/Kolbeinn Tumi Það má sjá á vefsíðu Isavia en þar að auki hefur flugi Play, sem fara átti fyrir hádegi, verið frestað samkvæmt heimildamanni fréttastofu sem staddur er á vellinum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia hefur flugi Play til Alicante verið aflýst en áætluð brottför til Tenerife er klukkan 9:00. Þá hefur flugi Lufthansa til Frankfurt klukkan 14:55 verið seinkað um hálfan sólarhring. Þá hefur öllum flugum sem fara átti fyrir klukkan 17 í dag verið frestað þar til síðar í dag. Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir landið í dag. Það er því líklegt að lægðin sé farin að hafa áhrif á Suðurnesin, en á sunnanverðum Suðurnesjum verður appelsínugul viðvörun í gildi frá miðjum degi í dag. Hefur áhrif á um þúsund farþega Icelandair Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi þurft að aflýsa fimm brottförum frá Keflavík og svo fyrirhuguðum ferðum sömu véla frá Evrópu til Íslands. „Þetta er gert vegna veðurs. Síðar í dag munum við taka stöðuna varðandi þau flug sem eru á dagskrá seinni partinn,“ segir Ásdús, en Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til Parísar, London, Amsterdam, Kaupmannahafnar og Dublin. Vélarnar áttu upphaflega að fara í loftið milli klukkan 7:30 og 7:45 í morgun. Flugferðum Wizz Air og Easy Jet hefur verið frestað fram á kvöld. Hún segir að alls hafi þetta áhrif á um þúsund farþega Icelandair, en 420 farþegar áttu bókað flug frá Keflavík í morgun og svo áttu tæplega sex hundruð manns bókað flug frá Evrópu til Íslands síðar í dag. Hún segir að nú sé verið að útvega þeim gistingu sem þurfa. Ráða ekki við veðrið Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að félagið hafi þurft að aflýsa tveimur flugferðum sem áttu að fara í morgun til Alicante og Tenerife vegna veðurs. Farþegar hafi verið beðnir um að mæta fyrr í morgun því til stóð að flýta brottför vegna veðurs en það hafi svo því miður ekki verið hægt og fluginu frestað um sólarhring. „Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna því sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina. Þeir fá upplýsingar um næstu skref innan skamms.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Tengdar fréttir Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50 Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Nokkuð hvassviðri er á Keflavíkurflugvelli þessa stundina, eða um 19 m/s. Ferðalanga á leið í sól biðu því eintóm vonbrigði þegar þeir komu til Keflavíkur í morgun þar sem öllu flugi Icelandair, sem fara átti fyrir hádegi, hefur verið aflýst. Öllu flugi Icelandair sem fara átti fyrir hádegi hefur verið aflýst.Vísir/Kolbeinn Tumi Það má sjá á vefsíðu Isavia en þar að auki hefur flugi Play, sem fara átti fyrir hádegi, verið frestað samkvæmt heimildamanni fréttastofu sem staddur er á vellinum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia hefur flugi Play til Alicante verið aflýst en áætluð brottför til Tenerife er klukkan 9:00. Þá hefur flugi Lufthansa til Frankfurt klukkan 14:55 verið seinkað um hálfan sólarhring. Þá hefur öllum flugum sem fara átti fyrir klukkan 17 í dag verið frestað þar til síðar í dag. Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir landið í dag. Það er því líklegt að lægðin sé farin að hafa áhrif á Suðurnesin, en á sunnanverðum Suðurnesjum verður appelsínugul viðvörun í gildi frá miðjum degi í dag. Hefur áhrif á um þúsund farþega Icelandair Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi þurft að aflýsa fimm brottförum frá Keflavík og svo fyrirhuguðum ferðum sömu véla frá Evrópu til Íslands. „Þetta er gert vegna veðurs. Síðar í dag munum við taka stöðuna varðandi þau flug sem eru á dagskrá seinni partinn,“ segir Ásdús, en Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til Parísar, London, Amsterdam, Kaupmannahafnar og Dublin. Vélarnar áttu upphaflega að fara í loftið milli klukkan 7:30 og 7:45 í morgun. Flugferðum Wizz Air og Easy Jet hefur verið frestað fram á kvöld. Hún segir að alls hafi þetta áhrif á um þúsund farþega Icelandair, en 420 farþegar áttu bókað flug frá Keflavík í morgun og svo áttu tæplega sex hundruð manns bókað flug frá Evrópu til Íslands síðar í dag. Hún segir að nú sé verið að útvega þeim gistingu sem þurfa. Ráða ekki við veðrið Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að félagið hafi þurft að aflýsa tveimur flugferðum sem áttu að fara í morgun til Alicante og Tenerife vegna veðurs. Farþegar hafi verið beðnir um að mæta fyrr í morgun því til stóð að flýta brottför vegna veðurs en það hafi svo því miður ekki verið hægt og fluginu frestað um sólarhring. „Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna því sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina. Þeir fá upplýsingar um næstu skref innan skamms.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Tengdar fréttir Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50 Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50
Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40