Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 25. janúar 2022 07:36 Farþegar þurftu að ganga út úr flugstöðinni í morgun í stað þess að fljúga í betra veður. Vísir/Kolbeinn Tumi Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. Nokkuð hvassviðri er á Keflavíkurflugvelli þessa stundina, eða um 19 m/s. Ferðalanga á leið í sól biðu því eintóm vonbrigði þegar þeir komu til Keflavíkur í morgun þar sem öllu flugi Icelandair, sem fara átti fyrir hádegi, hefur verið aflýst. Öllu flugi Icelandair sem fara átti fyrir hádegi hefur verið aflýst.Vísir/Kolbeinn Tumi Það má sjá á vefsíðu Isavia en þar að auki hefur flugi Play, sem fara átti fyrir hádegi, verið frestað samkvæmt heimildamanni fréttastofu sem staddur er á vellinum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia hefur flugi Play til Alicante verið aflýst en áætluð brottför til Tenerife er klukkan 9:00. Þá hefur flugi Lufthansa til Frankfurt klukkan 14:55 verið seinkað um hálfan sólarhring. Þá hefur öllum flugum sem fara átti fyrir klukkan 17 í dag verið frestað þar til síðar í dag. Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir landið í dag. Það er því líklegt að lægðin sé farin að hafa áhrif á Suðurnesin, en á sunnanverðum Suðurnesjum verður appelsínugul viðvörun í gildi frá miðjum degi í dag. Hefur áhrif á um þúsund farþega Icelandair Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi þurft að aflýsa fimm brottförum frá Keflavík og svo fyrirhuguðum ferðum sömu véla frá Evrópu til Íslands. „Þetta er gert vegna veðurs. Síðar í dag munum við taka stöðuna varðandi þau flug sem eru á dagskrá seinni partinn,“ segir Ásdús, en Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til Parísar, London, Amsterdam, Kaupmannahafnar og Dublin. Vélarnar áttu upphaflega að fara í loftið milli klukkan 7:30 og 7:45 í morgun. Flugferðum Wizz Air og Easy Jet hefur verið frestað fram á kvöld. Hún segir að alls hafi þetta áhrif á um þúsund farþega Icelandair, en 420 farþegar áttu bókað flug frá Keflavík í morgun og svo áttu tæplega sex hundruð manns bókað flug frá Evrópu til Íslands síðar í dag. Hún segir að nú sé verið að útvega þeim gistingu sem þurfa. Ráða ekki við veðrið Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að félagið hafi þurft að aflýsa tveimur flugferðum sem áttu að fara í morgun til Alicante og Tenerife vegna veðurs. Farþegar hafi verið beðnir um að mæta fyrr í morgun því til stóð að flýta brottför vegna veðurs en það hafi svo því miður ekki verið hægt og fluginu frestað um sólarhring. „Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna því sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina. Þeir fá upplýsingar um næstu skref innan skamms.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Tengdar fréttir Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50 Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Nokkuð hvassviðri er á Keflavíkurflugvelli þessa stundina, eða um 19 m/s. Ferðalanga á leið í sól biðu því eintóm vonbrigði þegar þeir komu til Keflavíkur í morgun þar sem öllu flugi Icelandair, sem fara átti fyrir hádegi, hefur verið aflýst. Öllu flugi Icelandair sem fara átti fyrir hádegi hefur verið aflýst.Vísir/Kolbeinn Tumi Það má sjá á vefsíðu Isavia en þar að auki hefur flugi Play, sem fara átti fyrir hádegi, verið frestað samkvæmt heimildamanni fréttastofu sem staddur er á vellinum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia hefur flugi Play til Alicante verið aflýst en áætluð brottför til Tenerife er klukkan 9:00. Þá hefur flugi Lufthansa til Frankfurt klukkan 14:55 verið seinkað um hálfan sólarhring. Þá hefur öllum flugum sem fara átti fyrir klukkan 17 í dag verið frestað þar til síðar í dag. Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir landið í dag. Það er því líklegt að lægðin sé farin að hafa áhrif á Suðurnesin, en á sunnanverðum Suðurnesjum verður appelsínugul viðvörun í gildi frá miðjum degi í dag. Hefur áhrif á um þúsund farþega Icelandair Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi þurft að aflýsa fimm brottförum frá Keflavík og svo fyrirhuguðum ferðum sömu véla frá Evrópu til Íslands. „Þetta er gert vegna veðurs. Síðar í dag munum við taka stöðuna varðandi þau flug sem eru á dagskrá seinni partinn,“ segir Ásdús, en Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til Parísar, London, Amsterdam, Kaupmannahafnar og Dublin. Vélarnar áttu upphaflega að fara í loftið milli klukkan 7:30 og 7:45 í morgun. Flugferðum Wizz Air og Easy Jet hefur verið frestað fram á kvöld. Hún segir að alls hafi þetta áhrif á um þúsund farþega Icelandair, en 420 farþegar áttu bókað flug frá Keflavík í morgun og svo áttu tæplega sex hundruð manns bókað flug frá Evrópu til Íslands síðar í dag. Hún segir að nú sé verið að útvega þeim gistingu sem þurfa. Ráða ekki við veðrið Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að félagið hafi þurft að aflýsa tveimur flugferðum sem áttu að fara í morgun til Alicante og Tenerife vegna veðurs. Farþegar hafi verið beðnir um að mæta fyrr í morgun því til stóð að flýta brottför vegna veðurs en það hafi svo því miður ekki verið hægt og fluginu frestað um sólarhring. „Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna því sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina. Þeir fá upplýsingar um næstu skref innan skamms.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Tengdar fréttir Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50 Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50
Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40